RÚV skáldaði frétt uppúr gróusögum Ástþór Magnússon skrifar 31. desember 2015 12:54 Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í útvarpsfréttum í vikunni bað fréttastofa RÚV mig afsökunar á því að hafa ranglega sagt frá því í fréttum RÚV 28. október síðastliðinn að ég hafi verið sakaður um að falsa undirskriftir á stuðningsmannalistum fyrir forsetakosningarnar 2012. Hið rétta er að ég hafði aldrei réttarstöðu grunaðs manns í málinu, heldur vitnis. Það var annar maður, sem safnað hafði undirskriftum fyrir framboð mitt, sem grunaður var um að hafa falsað undirskriftir en það mál hefur nú verið fellt niður. Viðkomandi neitaði alfarið sök að hafa falsað nánar tilgreindar undirritanir og undirgekkst í tvígang rithandarrannsókn lögreglu en niðurstöður þeirra leiddu til að málið þótti ekki nægjanlegt eða líklegt til sakfellis og var því fellt niður á grundvelli 145. gr. laga um meðferð sakamála. Afsökunarbeiðni RÚV kom í kjölfar bréfs lögreglunnar þar sem segir m.a. : „Ég get eðli máls samkvæmt ekki svarað fyrir fréttaflutning RÚV frekar en annarra fjölmiðla. Ég get ekki ímyndað mér að þessar upplýsingar séu frá lögreglu komnar enda væri um augljóst trúnaðarbrot að ræða auk þess sem upplýsingarnar eru, í samræmi við það sem ofan er rakið, í megindráttum rangar. Athygli vekur að málið var fellt niður í mars 2015 en fréttin kemur til mun síðar.“ Þegar upp er staðið eftir margra ára rannsókn lögreglu er ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því að dæma forsetaframboð mitt ógilt. Þetta er í annað sinn sem gerð er aðför að forsetaframboði mínu til að fá það dæmt úr leik. Slík skipulögð aðför var einnig gerð að framboðinu árið 2000. Sitjandi forseti varð þá sjálfkjörinn án kosninga í kjölfar þess að umboðsmaður hans synjaði því að framboði mínu yrði veittur 24 klukkustunda frestur til að leggja fram þær 30 undirskriftir sem uppá vantaði vegna skemmdarverka sem höfðu valdið því að fjöldi meðmælendalista varð ógildur. Hópur kjósenda kærði ógildingu forsetaframboðsins árið 2012 þar sem engar haldbærar sannanir voru fyrir fölsun undirskrifta. Yfirkjörstjórnir og Innanríkisráðuneytið höfðu brotið á forsetaframboðinu með því að draga það í meira en mánuð að vinna úr meðmælendalistum mínum. Í kærunni var vísað til bókunar hjá Innanríkisráðuneytinu um athugasemdir á listum annarra forsetaframbjóðenda 2012 svo og upplýsinga frá Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis um samsvarandi athugasemdir við framboð til alþingiskosninga og spurt um meðalhófsreglu og jafnrétti. Kærendur töldu það ekki geta samrýmst stjórnarskrá eða hafi verið í anda lýðræðis, jafnréttis og meðalhófsreglu að útiloka einn frambjóðanda með þeim hætti sem gert var og sögðu: “Sem þegnar lýðveldisins og sem kjósendur hljótum að eiga rétt á því að velja okkur forseta úr þeim framboðum sem komin eru fram á sjónarsviðið. Ef um er að ræða falsanir á einstökum undirskriftum meðmælenda eins og sumir starfsmenn kjörstjórna halda fram, hljóta í fyrsta lagi að þurfa liggja fyrir haldbærar sannanir um slíkt auk þess sem það getur ekki verið í anda lýðræðis að láta það bitna á brotaþolum, frambjóðandanum, og okkur sem viljum kjósa hann.” Ég hef ítrekað lagt til þá nýjung að hvert framboð skrái meðmælendur sína inná öruggt vefsvæði og þá fari tilkynning í netbanka viðkomandi sem geti gert athugasemd hafi hann ekki ritað á listann eigin hendi. Með slíkri einfaldri lausn mætti koma í veg fyrir að hægt yrði að ógilda framboð með aðför að meðmælendalistum. Enda eigi slíkt ekki heima í lýðræðisrríki. Nánari upplýsingar um ofangreint mál m.a. tölvupóst frá lögreglunni er að finna á vefsvæðinu www.facebook.com/forsetakosningar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun