Heilbrigð skynsemi ráði Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. janúar 2015 07:00 Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að samningar hafi náðst í læknadeilunni. Hvert sem ég kom á meðan deilan stóð yfir varð ég vör við þungar áhyggjur, ekki síst vegna þess að fólki fannst velferðarkerfinu og þar með undirstöðum samfélagsins ógnað. Nú blasir við að í kjölfarið munu ýmsir hópar gera harðari kröfur um kjarabætur í takt við kjarabætur lækna sem er flókið úrlausnarefni þegar vilji er til að viðhalda hinum efnahagslega stöðugleika. Það breytir því ekki að stöðugleiki snýst um fleira en kaup og kjör og áherslan á stöðugleika má ekki verða til þess að viðhalda eða jafnvel auka misskiptingu í samfélaginu. Þá má ekki gleyma því að stjórnendur fyrirtækja fengu ríflegar hækkanir í fyrra en venjulegir launamenn sættu sig við litlar hækkanir í nafni stöðugleika. Þessu þarf að snúa við í komandi kjarasamningum. Yfirlýsing stjórnvalda og lækna í kjölfar samninga vekur hins vegar upp ýmsar spurningar. Vissulega er gott og þarft að auka framlög til heilbrigðisþjónustu og ekki vanþörf á, þótt ekki væri nema af lýðfræðilegum ástæðum. Um það ætti að geta náðst samstaða. Hins vegar vekur það undrun að stjórnvöld lýsi því yfir að opna þurfi fyrir „fjölbreytt rekstrarform“ í heilbrigðiskerfinu. Nú er það svo að ýmsir þættir íslenska heilbrigðiskerfisins eru ekki reknir af hinu opinbera og enginn skortur á fjölbreytni þar. Ekki er því hægt að túlka þessa yfirlýsingu öðruvísi en sem sérstakan vilja stjórnvalda til frekari einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu án þess að það sé rökstutt sérstaklega. Rannsóknir hafa sýnt að félagslega rekin heilbrigðiskerfi tryggja besta aðgengið að þjónustunni, besta lýðheilsu og eru fjárhagslega hagkvæmust. Einu rökin fyrir því að auka vægi einkarekstrar er pólitísk hugmyndafræði eins og einn af stofnendum og eigendum Sinnum ehf. kynnti eftirminnilega á dögunum. Tók hún þá Albaníu sem dæmi um land þar sem konur gætu valið ólíka fæðingarþjónustu en láðist að nefna að þar er ungbarnadauði margfalt meiri en hér óháð öllu vali. Það er ógnvænlegt ef pólitískt einkarekstrarofstæki á að vera sterkara en heilbrigð skynsemi og raunverulegur árangur í heilbrigðismálum. Góð heilbrigðisþjónusta er samfélagsleg verðmæti sem við eigum að eiga saman. Hún á ekki að vera gróðavegur einkaaðila á kostnað annarra í samfélaginu. Í þessu kerfi þarf að standa vörð um jöfnuð og réttlæti. Við eigum ekki að fylgja fordæmi Albaníu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar