Ungt fólk til áhrifa Katrín Jakobsdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Ein sterkasta krafa samtímans er krafan um aukið lýðræði. Á sama tíma minnkar kosningaþátttaka sem vekur efasemdir um hvort nægilega vel er komið til móts við þá kröfu. Hlutverk okkar í stjórnmálum er að takast á við þetta vandamál og vernda og efla lýðræðið. Lýðræði snýst ekki aðeins um form og ferla þó að vissulega sé slíkt mikilvægt í lýðræðissamfélögum. En lýðræðið snýst um meira; lýðræði er ekki aðeins stjórnarform heldur hugsjón. Lýðræði er lífsmáti; það snýst um að taka þátt, hafa áhrif í stóru og smáu og finna að maður hafi áhrif; að á mann sé hlustað. Á síðasta kjörtímabili var lýðræðismenntun sett inn í námskrá en reynslan hefur kennt okkur að menntakerfið hefur víðtæk áhrif á hugmyndir okkur um lýðræði. Aðgengi að upplýsingum er annar grundvallarþáttur í eflingu lýðræðis en upplýsingalögum var breytt til batnaðar á síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um lýðræðislegri vinnubrögð við stefnumótun hjá hinu opinbera er sóknaráætlun landshluta sem var unnin í samráði við íbúa og hagsmunaaðila í hverjum landshluta. Það er mikilvægt að beita ólíkum aðferðum til að efla lýðræði. Eitt af því sem vert er að skoða er kosningaaldur, en við Árni Páll Árnason, ásamt þingmönnum úr VG og Samfylkingu, höfum lagt fram tillögu um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um aukið lýðræði með lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Austurríki hefur þegar lækkað kosningaaldur. Þá hafa nokkur Evrópuríki ráðist í að lækka kosningaaldur í 16 ár í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum og í Noregi hefur slíku aldurstakmarki verið komið á í tilraunaskyni í tuttugu sveitarfélögum. Ungt fólk í samtímanum hefur aðgang að miklum upplýsingum og þegar maður ræðir við ungt fólk í framhaldsskólum landsins er ljóst að það hefur skoðanir á ólíkustu málefnum. Hins vegar virðist dvínandi kosningaþátttaka benda til þess að hefðbundin stjórnmál höfði ekki nægilega vel til ungs fólks og þess vegna er mikilvægt að veita því aukin tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og láta rödd sína heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Ein sterkasta krafa samtímans er krafan um aukið lýðræði. Á sama tíma minnkar kosningaþátttaka sem vekur efasemdir um hvort nægilega vel er komið til móts við þá kröfu. Hlutverk okkar í stjórnmálum er að takast á við þetta vandamál og vernda og efla lýðræðið. Lýðræði snýst ekki aðeins um form og ferla þó að vissulega sé slíkt mikilvægt í lýðræðissamfélögum. En lýðræðið snýst um meira; lýðræði er ekki aðeins stjórnarform heldur hugsjón. Lýðræði er lífsmáti; það snýst um að taka þátt, hafa áhrif í stóru og smáu og finna að maður hafi áhrif; að á mann sé hlustað. Á síðasta kjörtímabili var lýðræðismenntun sett inn í námskrá en reynslan hefur kennt okkur að menntakerfið hefur víðtæk áhrif á hugmyndir okkur um lýðræði. Aðgengi að upplýsingum er annar grundvallarþáttur í eflingu lýðræðis en upplýsingalögum var breytt til batnaðar á síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um lýðræðislegri vinnubrögð við stefnumótun hjá hinu opinbera er sóknaráætlun landshluta sem var unnin í samráði við íbúa og hagsmunaaðila í hverjum landshluta. Það er mikilvægt að beita ólíkum aðferðum til að efla lýðræði. Eitt af því sem vert er að skoða er kosningaaldur, en við Árni Páll Árnason, ásamt þingmönnum úr VG og Samfylkingu, höfum lagt fram tillögu um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um aukið lýðræði með lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Austurríki hefur þegar lækkað kosningaaldur. Þá hafa nokkur Evrópuríki ráðist í að lækka kosningaaldur í 16 ár í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum og í Noregi hefur slíku aldurstakmarki verið komið á í tilraunaskyni í tuttugu sveitarfélögum. Ungt fólk í samtímanum hefur aðgang að miklum upplýsingum og þegar maður ræðir við ungt fólk í framhaldsskólum landsins er ljóst að það hefur skoðanir á ólíkustu málefnum. Hins vegar virðist dvínandi kosningaþátttaka benda til þess að hefðbundin stjórnmál höfði ekki nægilega vel til ungs fólks og þess vegna er mikilvægt að veita því aukin tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og láta rödd sína heyrast.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun