Land tukthúsanna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar