Doktorsgráðan skilar launalækkun Nýdoktorar við HÍ skrifar 10. júní 2015 07:00 Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun. Þannig er nú samt raunin á Íslandi í dag.Nýdoktorar: Meiri menntun, lægri laun Nýdoktorar (e. postdoctoral researchers) starfa í háskólasamfélaginu við vísindarannsóknir eftir doktorspróf. Stór hluti nýdoktora starfar við Háskóla Íslands (HÍ) og tilheyrir Félagi háskólakennara (FH). Þegar samið var um launahækkanir hjá FH árið 2014 hækkuðu akademískir starfsmenn um 4–5 launaþrep og starfsmenn stjórnsýslu um 3–4 launaþrep. Nýdoktorar hækkuðu ekki um eitt einasta launaþrep. Laun nýdoktora virðast vera einhliða ákvörðuð af samkeppnissjóðum landsins og ljóst er að þessi laun hafa ekki á nokkurn hátt fylgt launaþróun í landinu. Doktorsgráðan virðist, ótrúlegt en satt, gjarna fela í sér lækkun launa. Í stefnumörkun Háskóla Íslands árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins átti án efa ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla. Bág kjör nýdoktora og aðstöðuleysi þeirra er aftur á móti í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu.BA/BS- og MA/MS-gráður skila hærri launum Laun nýdoktors eru töluvert lægri en meðallaun annarra ríkisstarfsmanna með háskólapróf. Þegar launakönnun Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir árið 2013 er skoðuð má sjá að meðallaun fólks með BA/BS-gráðu (sem lokið hefur um þriggja ára háskólanámi) eru 65 þúsund krónum hærri en nýdoktora (sem lokið hafa um átta ára háskólanámi) við HÍ árið 2015 og laun MA/MS-menntaðra (sem lokið hafa um fjögurra til fimm ára háskólanámi) eru 100 þúsund krónum hærri. Einnig eru fjölmörg dæmi um að einstaklingar lækki í launum þegar doktorsnámi lýkur og þeir taka við starfi nýdoktors við Háskóla Íslands.Nokkur raunveruleg dæmi Starfsmaður Háskóla Íslands með doktorspróf gegndi stöðu sem krafðist meistaragráðu en þáði nýdoktorsstöðu innan sömu stofnunar sem krafðist doktorsprófs. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur lækkaði viðkomandi í launum um 70.000 kr. á mánuði við þessa tilfærslu. Sálfræðingur sem starfaði innan Landspítala Háskólasjúkrahúss lauk doktorsprófi og fór í kjölfarið að sinna störfum nýdoktors. Ef sálfræðingurinn hefði þess í stað unnið sem klínískur sálfræðingur á Landspítala hefðu mánaðarlaun hans verið um 80.000 kr. hærri. Þess í stað eru kjör sálfræðingsins – sem er á fertugsaldri, með doktorsgráðu og talsverða starfsreynslu – sambærileg við laun nýútskrifaðs 27 ára sálfræðings án nokkurrar starfsreynslu. Einstaklingur færði sig úr sambærilegu starfi við HÍ yfir í aðra stöðu nýdoktors innan sömu stofnunar. Við þetta lækkaði viðkomandi verulega í launum og var ekki kunnugt um þessa lækkun fyrr en eftir tæplega þriggja vikna vinnu í nýju stöðunni. Manneskjan, sem var fyrirvinna heimilisins með tvö börn á framfæri og himinhá námslán, hrökklaðist að lokum frá störfum vegna fjárhagsörðugleika. Hún fékk vinnu utan háskólans og tvöfaldaði við það laun sín. Náttúrufræðingur sem starfaði við rannsóknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hlaut styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands. Við það var Háskólinn orðinn vinnuveitandi hans í stað Landsspítalans og sjálfkrafa lækkaði viðkomandi starfsmaður í launum um 100.000 kr. á mánuði. Þessi starfsmaður situr enn á sömu skrifstofunni og vinnur enn að sömu rannsóknum. Það eina sem breyttist (fyrir utan doktorsgráðuna og aukna reynslu starfsmannsins) var hinn nýi vinnuveitandi og verri kjör.Ástandið óviðunandi Við þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Nýdoktorar styðja heilshugar þá kröfu að menntun skuli metin til launa og ætla sér ekki að sitja hjá í kjarabótum í þetta sinn. Nýdoktorar fagna því að nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hafi lýst því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að nýdoktorar fái sömu tækifæri og aðrir akademískir starfsmenn innan HÍ og að þeim sé boðið upp á sanngjörn launakjör miðað við reynslu þeirra og menntun – kjör sem séu samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Með þessi vilyrði í farteskinu getum við nýdoktorar því ekki annað en verið bjartsýnir og bíðum þess full eftirvæntingar að sjá kjör okkar leiðrétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Brennandi áhugi og metnaður er oftast það sem drífur fólk til þess að fara í doktorsnám. Þótt fæstir geri sér von um ofurlaun þegar ákveðið er að leggja vísindin fyrir sig hvarflar það þó varla að neinum að doktorsprófið sjálft skili launalækkun. Þannig er nú samt raunin á Íslandi í dag.Nýdoktorar: Meiri menntun, lægri laun Nýdoktorar (e. postdoctoral researchers) starfa í háskólasamfélaginu við vísindarannsóknir eftir doktorspróf. Stór hluti nýdoktora starfar við Háskóla Íslands (HÍ) og tilheyrir Félagi háskólakennara (FH). Þegar samið var um launahækkanir hjá FH árið 2014 hækkuðu akademískir starfsmenn um 4–5 launaþrep og starfsmenn stjórnsýslu um 3–4 launaþrep. Nýdoktorar hækkuðu ekki um eitt einasta launaþrep. Laun nýdoktora virðast vera einhliða ákvörðuð af samkeppnissjóðum landsins og ljóst er að þessi laun hafa ekki á nokkurn hátt fylgt launaþróun í landinu. Doktorsgráðan virðist, ótrúlegt en satt, gjarna fela í sér lækkun launa. Í stefnumörkun Háskóla Íslands árið 2006 var lögð mikil áhersla á eflingu rannsókna og doktorsnáms. Efling doktorsnámsins átti án efa ríkan þátt í að styrkja stöðu Háskóla Íslands sem viðurkennds alþjóðlegs rannsóknarháskóla. Bág kjör nýdoktora og aðstöðuleysi þeirra er aftur á móti í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu.BA/BS- og MA/MS-gráður skila hærri launum Laun nýdoktors eru töluvert lægri en meðallaun annarra ríkisstarfsmanna með háskólapróf. Þegar launakönnun Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir árið 2013 er skoðuð má sjá að meðallaun fólks með BA/BS-gráðu (sem lokið hefur um þriggja ára háskólanámi) eru 65 þúsund krónum hærri en nýdoktora (sem lokið hafa um átta ára háskólanámi) við HÍ árið 2015 og laun MA/MS-menntaðra (sem lokið hafa um fjögurra til fimm ára háskólanámi) eru 100 þúsund krónum hærri. Einnig eru fjölmörg dæmi um að einstaklingar lækki í launum þegar doktorsnámi lýkur og þeir taka við starfi nýdoktors við Háskóla Íslands.Nokkur raunveruleg dæmi Starfsmaður Háskóla Íslands með doktorspróf gegndi stöðu sem krafðist meistaragráðu en þáði nýdoktorsstöðu innan sömu stofnunar sem krafðist doktorsprófs. Þrátt fyrir auknar menntunarkröfur lækkaði viðkomandi í launum um 70.000 kr. á mánuði við þessa tilfærslu. Sálfræðingur sem starfaði innan Landspítala Háskólasjúkrahúss lauk doktorsprófi og fór í kjölfarið að sinna störfum nýdoktors. Ef sálfræðingurinn hefði þess í stað unnið sem klínískur sálfræðingur á Landspítala hefðu mánaðarlaun hans verið um 80.000 kr. hærri. Þess í stað eru kjör sálfræðingsins – sem er á fertugsaldri, með doktorsgráðu og talsverða starfsreynslu – sambærileg við laun nýútskrifaðs 27 ára sálfræðings án nokkurrar starfsreynslu. Einstaklingur færði sig úr sambærilegu starfi við HÍ yfir í aðra stöðu nýdoktors innan sömu stofnunar. Við þetta lækkaði viðkomandi verulega í launum og var ekki kunnugt um þessa lækkun fyrr en eftir tæplega þriggja vikna vinnu í nýju stöðunni. Manneskjan, sem var fyrirvinna heimilisins með tvö börn á framfæri og himinhá námslán, hrökklaðist að lokum frá störfum vegna fjárhagsörðugleika. Hún fékk vinnu utan háskólans og tvöfaldaði við það laun sín. Náttúrufræðingur sem starfaði við rannsóknir á Landspítala Háskólasjúkrahúsi hlaut styrk frá Nýliðunarsjóði Háskóla Íslands. Við það var Háskólinn orðinn vinnuveitandi hans í stað Landsspítalans og sjálfkrafa lækkaði viðkomandi starfsmaður í launum um 100.000 kr. á mánuði. Þessi starfsmaður situr enn á sömu skrifstofunni og vinnur enn að sömu rannsóknum. Það eina sem breyttist (fyrir utan doktorsgráðuna og aukna reynslu starfsmannsins) var hinn nýi vinnuveitandi og verri kjör.Ástandið óviðunandi Við þetta er að sjálfsögðu ekki hægt að una. Nýdoktorar styðja heilshugar þá kröfu að menntun skuli metin til launa og ætla sér ekki að sitja hjá í kjarabótum í þetta sinn. Nýdoktorar fagna því að nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, hafi lýst því yfir að hann ætli að beita sér fyrir því að nýdoktorar fái sömu tækifæri og aðrir akademískir starfsmenn innan HÍ og að þeim sé boðið upp á sanngjörn launakjör miðað við reynslu þeirra og menntun – kjör sem séu samkeppnishæf á alþjóðlegum vettvangi. Með þessi vilyrði í farteskinu getum við nýdoktorar því ekki annað en verið bjartsýnir og bíðum þess full eftirvæntingar að sjá kjör okkar leiðrétt.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun