Þak á leiguverð – hví ekki? Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Húsnæðismál eru eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið, þar sem byggingaiðnaður hrundi og margir misstu húsnæði sitt á sama tíma, eru æ fleiri sem eiga í erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég hitti æ fleira fólk á öllum aldri sem lýsir erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði; ungt fólk sem ekki fær greiðslumat til fasteignakaupa en greiðir eigi að síður himinháa leigu, eldra fólk sem greiðir háan hluta launa sinna í leigu af örsmáu húsnæði og svo mætti lengi telja. Viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi hafa ekki verið sannfærandi. Svokölluð leiðrétting fasteignalána hefur engu breytt fyrir leigjendur sem eru þriðjungur heimila landsins. Beðið hefur verið eftir húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra en þau spil sem sýnt hefur verið á hafa valdið vonbrigðum og ekkert þessara mála hefur klárast. Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð. Félagsleg úrræði á leigumarkaði duga ekki til og leigusalar hafa rúmar heimildir til að hækka leiguverð á leigjendur sína án nokkurs fyrirvara eins og nýleg dæmi frá Reykjanesbæ sýna. Lausnin getur ekki verið sú að ungt fólk búi lengur heima hjá pabba og mömmu og pabbi og mamma eru ekki heldur alltaf í aðstöðu til þess að hýsa heilu fjölskyldurnar. Það þarf alvöru úrræði. Nú í vor beindi ég fyrirspurn til ráðherra hvort ekki væri rétt að setja þak á leiguverð þannig að leigusölum sé leiguverð ekki í sjálfsvald sett. Slík lög hafa lengi verið í gildi í Svíþjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borgaryfirvöldum finnst mikilvægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki einungis elítuna. Fátt var um svör en ég hvet ráðherra og aðra sem koma að málum að skoða þessa hugmynd alvarlega. Þak yfir höfuð er hluti af grunnþörfum mannsins og þar hefur hið opinbera skyldum að gegna. Leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið, þar sem byggingaiðnaður hrundi og margir misstu húsnæði sitt á sama tíma, eru æ fleiri sem eiga í erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég hitti æ fleira fólk á öllum aldri sem lýsir erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði; ungt fólk sem ekki fær greiðslumat til fasteignakaupa en greiðir eigi að síður himinháa leigu, eldra fólk sem greiðir háan hluta launa sinna í leigu af örsmáu húsnæði og svo mætti lengi telja. Viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi hafa ekki verið sannfærandi. Svokölluð leiðrétting fasteignalána hefur engu breytt fyrir leigjendur sem eru þriðjungur heimila landsins. Beðið hefur verið eftir húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra en þau spil sem sýnt hefur verið á hafa valdið vonbrigðum og ekkert þessara mála hefur klárast. Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð. Félagsleg úrræði á leigumarkaði duga ekki til og leigusalar hafa rúmar heimildir til að hækka leiguverð á leigjendur sína án nokkurs fyrirvara eins og nýleg dæmi frá Reykjanesbæ sýna. Lausnin getur ekki verið sú að ungt fólk búi lengur heima hjá pabba og mömmu og pabbi og mamma eru ekki heldur alltaf í aðstöðu til þess að hýsa heilu fjölskyldurnar. Það þarf alvöru úrræði. Nú í vor beindi ég fyrirspurn til ráðherra hvort ekki væri rétt að setja þak á leiguverð þannig að leigusölum sé leiguverð ekki í sjálfsvald sett. Slík lög hafa lengi verið í gildi í Svíþjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borgaryfirvöldum finnst mikilvægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki einungis elítuna. Fátt var um svör en ég hvet ráðherra og aðra sem koma að málum að skoða þessa hugmynd alvarlega. Þak yfir höfuð er hluti af grunnþörfum mannsins og þar hefur hið opinbera skyldum að gegna. Leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar