Vágestur á Íslandi Katrín Jakobsdóttir skrifar 26. febrúar 2016 07:00 Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mansal og nútímaþrælahald munu vera einn helsti vaxtarbroddur skipulagðrar glæpastarfsemi í heiminum. Þekktasta birtingarmyndin er þegar konur eru sviptar frelsi og neyddar til að stunda vændi. Meðal annarra birtingarmynda nútímaþrælahalds er þegar börn eru seld til að nota líffæri þeirra, börn og fullorðnir eru seld til að betla og stela eða þegar fólk er selt í nauðungarvinnu, t.d. í matvælaiðnaði, landbúnaði, ferðaþjónustu eða byggingarvinnu. Evrópusambandið hefur áætlað að um hálf milljón manna séu þrælar í löndum sambandsins en engar áreiðanlegar upplýsingar liggja fyrir um útbreiðslu nútíma þrælahalds. Straumur flóttafólks til Evrópu gerir ástandið vafalaust ekki betra en fjölmörg dæmi eru um að fullorðnir og börn á flótta hverfi hreinlega, ef til vill af þessum orsökum. Mansal er orðin veruleg tekjulind skipulagðra glæpasamtaka utan við öll lög og kerfi. Þannig grefur þessi starfsemi bæði undan mannréttindum og þeirri samfélagsgerð sem vestræn ríki vilja standa vörð um. Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, atvinnuveitendur og verkalýðshreyfingin standi saman að skipulögðum aðgerðum gegn þessari starfsemi. Verkalýðshreyfingin hefur m.a. sett fram kröfu um svokallaða keðjuábyrgð, þ.e. að yfirverktaki beri ábyrgð á undirverktökum sínum, þannig að sá sem sé efst í keðjunni beri ábyrgð á þeim sem starfa neðar á gólfinu. Við vinstri-græn styðjum þá kröfu heilshugar. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur árlega gefið út skýrslu um mansal í heiminum. Aðgerðir á síðasta kjörtímabili gegn mansali gerðu það að verkum að Ísland færðist upp um flokk á lista ráðuneytisins árið 2012 en var í öðrum flokki árin 2009-2011. Þar með er ekki sagt að ekki þurfi að aðhafast frekar. Tryggja þarf fjármuni þannig að lögreglan geti sinnt sínu hlutverki. Tryggja þarf vernd fórnarlamba mansals og þannig stuðla að því að ákært verði í mansalsmálum en oft óttast fórnarlömbin afleiðingar þess. Og síðast en ekki síst þarf að upplýsa almenning þannig að hann geti tekið virkan þátt í að berjast gegn mansali og nútímaþrælahaldi sem á ekki að líðast í okkar góða samfélagi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun