Hver borgar reikninginn? Snær Snæbjörnsson skrifar 22. febrúar 2016 13:10 „En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
„En…HVER BORGAR REIKNINGINN?” virðist alltaf vera með því fyrsta, sem sjálfskipaðir verðir réttvísinnar spyrja í athugasemdakerfi fréttamiðla þegar útlendingar þurfa aðstoð björgunarsveitarmanna - og kvenna. Útlendir ferðamenn koma hingað til lands, oftar en ekki beinlínis í þeim tilgangi að glíma við landið og náttúruöflin, og þegar þeir lenda undir ratar það oftast í fjölmiðla. Yfirleitt við aðstæður sem hljóma fáránlega og jaðra við að vera heimskulegar í eyrum okkar Íslendinga, sem vitum að Ísland er fjórfaldur héraðsmeistari í glímu og hart í horn að taka. Við sem erum fædd hér og uppalin vitum eðlilega flest hve hættulegt landið getur verið. Gott dæmi eru nýlegar fréttir af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á jaka við Jökulsárlón í von um að skoða selaþyrpingu. Eftir að hafa alist upp á sveitabæ við stöðuvatn var mér sagt frá blautu barnsbeini að fara ekki út á ísinn sem myndast ofan á stöðuvatninu á veturna. En þvert á móti viðvaranir foreldra minna og betri sannfæringu fór ég samt þó nokkrum sinnum út á ísinn (sorrý mamma og pabbi!). Ég taldi mig vera að bjóða náttúruöflunum birginn með því að fara út á ísinn, ekki ósvipað landkönnuði sem rannsakar nýjar og ótroðnar slóðir. Nú kann einhver að segja að ég hafi bara verið krakki, en á móti kemur að ég vissi betur - en ævintýraþráin og spennufíknin varð yfirsterkari. Sjáið til, maðurinn gerir oft órökrétta hluti. Tökum reykingar sem dæmi. Hvers vegna byrjar fólk að reykja? Til að vera töff? Til að elta hópinn? Af því að það er bannað og spennandi? Eða gerist það bara í hugsunarleysi? En þá gæti einhver sagt að sígarettur skaði að minnsta kosti bara þá sem neyta þeirra. Samkvæmt læknablaðinu kosta reykingar samfélagið 30 milljarða árlega, en tekjur af sölu tóbaks eru eingöngu 7 milljarðar. Það er 23 milljarðar í mínus jöfnuð - skamm reykingafólk, skamm! Sígarettur megi þó eiga það að þær vekja ekki björgunarfólk til þess að láta bjarga sér um miðjar nætur. Ekki nema kannski einstaka reykingamenn innan björgunarsveitanna. En aftur að málinu, mannvonskan sem fylgdi athugasemdum umræddar fréttar var ekki ný af nálinni; annað hvort vildi fólk láta blessaða ferðamennina reka lengra út á þetta dýpsta vatn landsins, eða senda þeim himinháan reikning fyrir þjónustu sem margir Íslendingar hafa þurft að nýta sér alveg ókeypis, alveg eins og blessaðir ferðamennirnir. Í dag á ferðaþjónusta stærstu hlutdeild í útflutningi vöru og þjónustu og er ennþá ört vaxandi iðnaður. Hún spilaði einnig lykilhlutverk í efnahagsbatanum eftir bankahrunið 2008. Hlutur ferðaþjónustunnar var 28% árið 2014, samanborið við 23% hlut sjávarútvegs, og voru gjaldeyristekjur um 300 milljarðar af ferðamönnum hérlendis og erlendis sama ár. Þannig að ferðamenn eru löngu búnir að borga reikninginn og gáfu ríflegt þjórfé í þokkabót. Væri því ekki nær að í staðinn fyrir að hneykslast á Goretex-klæddum vinum okkar, að setja upp varúðarmerkingar og gera auknar öryggisráðstafanir á vinsælum ferðamannastöðum. Hætturnar koma kannski jafn flatt upp á þá og annars stigs sólbruni á þriðja degi sumarfrís koma upp á freknóttan Íslending á Benedorm.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar