Hugleiðingar um ferðaþjónustu á Íslandi Snorri Snorrason skrifar 7. mars 2016 00:00 Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar