Alþingi enn undir hæl Danakonungs? Ragnar Aðalsteinsson skrifar 2. júní 2016 07:00 Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Óumdeilt er að frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur frumuppspretta ríkisvaldsins verið hjá þjóðinni. Þjóðin hefur rétt til að setja setja sér stjórnarskrá. Valdhafarnir sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þrátt fyrir það hefur þjóðinni ekki tekist að setja sér sína eigin stjórnarskrá, enda þótt valdið til þess hafi verið hjá henni í meira en 70 ár. Hér verður leitast við að svara því hvað því veldur. Lýðveldisstjórnarskráin frá 1944 er að meginstefnu til stjórnarskráin sem konungur afhenti þjóðinni árið 1874 eftir að hafa synjað staðfestingar á stjórnarskrártillögum Alþingis. Þetta er athyglivert í ljósi þess að meðallíftími stjórnarskráa á heimsvísu er aðeins 19 ár. Alþingi samþykkti árið 1942 að ekki skyldu gerðar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, „sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. Forseti kom í stað konungs, þó þannig að synjunarvald hans var takmarkaðra en konungs. Í stjórnarskránni 1874 er ákvæði um aðferð við breytingu á stjórnarskránni og felst hún í samþykki Alþingis, almennum þingkosningum og staðfestingu hins nýkjörna þings auk staðfestingar konungs. Ákvæðið er efnislega óbreytt í gildandi stjórnarskrá að því undanskildu að staðfestingar konungs er ekki krafist. Þjóðin býr því enn við þá einhliða ákvörðun konungs frá 1874, að afskipti þjóðarinnar af endurskoðun stjórnarskrárinnar skuli takmarkast við þátttöku í almennum þingkosningum, sem snúast ekki um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Árin 1994-1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður. Þá var því haldið leyndu hver eða hverjir hefðu samið tillögurnar en þær voru bornar fram af þeim stjórnmálaflokkum sem þá áttu fulltrúa á þingi. Hin fullvalda þjóð, sem Alþingi sækir vald sitt til og á rétt á að setja sér stjórnarskrá, fékk þrjár vikur til að koma að athugasemdum sínum við frumvarpið. Tilefni þess að þetta er rifjað upp hér er að minna á þá ríku tilhneigingu stjórnmálaflokkanna á þingi að líta svo á að þeir og þeir einir séu vörslumenn stjórnarskrárinnar og hún komi vart öðrum við. Vegna þess að frumkvæðið að breytingum á stjórnarskránni er í höndum Alþingis er örðugt að sjá fyrir sér hvernig þjóðin geti náð til sín löghelguðu valdi sínu sem hinn óskoraði stjórnarskrárgjafi. Hlutverk stjórnarskrár er m.a. að kveða á um meðferð ríkisvalds og dreifingu þess og temprun. Hún setur valdhöfunum margvíslegar skorður við meðferð valdsins. Þeir sem fara með ríkisvald munu eðli málsins samkvæmt í lengstu lög leggjast gegn breytingum á stjórnarskránni, sem takmarka vald þeirra. Þetta viðhorf skýrir að verulegu leyti hin þinglegu afdrif tillagna stjórnlagaráðsins frá 2011. Þær tillögur horfðu mjög til aukinnar þátttöku og aukinna áhrifa almennings á þjóðmálin, þ.e. til aukins lýðræðis. Aukin afskipti almennings af þjóðmálum meðal annars með kröfum um þjóðaratkvæði hafa óhjákvæmilega í för með sér að hinir kjörnu fulltrúar verða að taka tillit til skoðana almennings, ekki aðeins í aðdraganda kosninga, heldur einnig samfellt á milli kosninga. Gangi meiri hluti þingsins gegn almannaviljanum á hann það á hættu að fram komi krafa um þjóðaratkvæði, sem kann að leiða til falls þeirrar ríkisstjórnar, sem þingmeirihlutinn styður. Eina færa leiðin til að ná þeim rétti til þjóðarinnar að setja sér sjálf stjórnarskrá er að meirihluti þingsins fallist á að gera breytingar á fyrirmælum Danakonungs frá 1874 um það hvernig breyta megi stjórnarskránni, þannig að framvegis verði valdið til þess hjá þjóðinni, sem ákveður aðferðina við að semja stjórnarskrá og fullgilda hana að undangengnu lýðræðislegu ferli með þátttöku almennings ekki ósvipuðu því sem stjórnlagráð tíðkaði við samningu tillagnanna frá 2011. Hafa verður í huga að Alþingi setur almenn lög, en í stjórnarskrá er að finna þau lög sem þjóðin setur og binda þingið, sem er vanhæft til að ákveða valdmörk sín og leikreglur. Fari svo að Alþingi beiti sér ekki fyrir þeirri breytingu á fyrirmælunum frá Danakonungi frá 1874 þá má segja að áhrifavald konungsins vari enn á Alþingi þrátt fyrir lýðveldisstofnunina og þingið sæki vald sitt til konungsins til að svipta fullvalda þjóðina valdi sínu til að setja sér stjórnarskrá. Þingið er þá enn undir hæl konungsins. Þjóðin þarf að finna leið til að losa þingið undan hæl hans.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar