Um meintar rangfærslur Baldur Thorlacius og Páll Harðarson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Tengdar fréttir Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00 Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00 Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. ágúst sl. birtist grein eftir Helga Sigurðsson (Rangfærslur), þar sem hann brást við grein eftir undirritaða sem birt var deginum áður í sama miðli. Umtalsefnið var dómur Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans og afstaða Kauphallarinnar til þeirra viðskipta sem dómurinn fjallaði um, en umbjóðandi Helga hlaut dóm í því máli. Telur Kauphöllin rétt að bregðast við athugasemdum hans. Í fyrsta lagi tekur Helgi fram að í fyrri grein okkar hafi verið fullyrt að starfsfólk Kauphallarinnar hafi aldrei haldið því fram að aðkoma bankanna að viðskiptum hafi verið mikilvæg forsenda fyrir því að hér gæti yfirleitt þrifist hlutabréfamarkaður. Þetta er fjarri sannleikanum, enda er þar einungis fjallað um „aðkomu bankanna að viðskiptum með eigin bréf“ í þessu samhengi. Aðkoma banka að hlutabréfamarkaðnum er mikilvæg hér á landi líkt og erlendis. Allt öðru máli gegnir um aðkomu þeirra að viðskiptum með eigin bréf. Þá fjallar Helgi einnig um þá niðurstöðu Hæstaréttar að fjármálafyrirtækjum, sem hafa heimild til verðbréfaviðskipta, hafi verið óheimilt að stunda viðskipti með eigin hluti á slíkum markaði í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim, nema um sé að ræða viðskipti í endurkaupaáætlun eða við verðjöfnun fjármálagerninga. Tekur hann fram að megingagnrýni hans á Kauphöllina hafi verið sú að hún hafi aldrei bent á að umrædd viðskipti hafi verið ólögleg á þessum grundvelli.Málflutningi vísað á bug Í ofangreindri niðurstöðu Hæstaréttar felst ekki að bönkunum hafi verið óheimilt að eiga viðskipti með eigin hlutabréf. Niðurstaðan fjallar um heimild bankans til þess að stunda viðskiptavakt með eigin hlutabréf, í því skyni að greiða fyrir að markaðsverð skapist á þeim og að slík viðskipti hafi bönkunum verið óheimil. Dómurinn vísar þannig á bug málflutningi verjenda um að Landsbankinn hafi verið viðskiptavaki í eigin hlutabréfum. Þeir sem hlutu dóma í ofangreindu máli voru aftur á móti ákærðir fyrir að brjóta ákvæði laga um markaðsmisnotkun. Kjarni málsins liggur í eðli viðskiptanna – og dómurinn talar sínu máli um þau þar sem Hæstiréttur segir m.a. eftirfarandi um viðskiptahætti umbjóðanda Helga: „Ekki leikur neinn vafi á að sá mikli fjöldi tilboða, sem ákærðu […], og þau umfangsmiklu viðskipti, sem þeir áttu þátt í að koma á, gáfu eða voru í það minnsta líkleg til að gefa eftirspurn og verð hlutabréfa í Landsbanka Íslands hf. ranglega eða misvísandi til kynna.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Að líta í eigin barm Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum. 6. júlí 2016 07:00
Litið í eigin barm Í grein sem birtist í Fréttablaðinu 6. júlí sl. (Að líta í eigin barm) gerði Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður að umtalsefni gagnrýni Kauphallarinnar á viðskiptahætti á hlutabréfamarkaði í aðdraganda hrunsins. Finnst honum sem Kauphöllin gagnrýni nú viðskiptahætti sem hún áður viðurkenndi sem góða og gilda. 24. ágúst 2016 07:00
Rangfærslur Í byrjun júlí sl. skrifaði ég grein í Fréttablaðið vegna þeirrar tilhneigingar eftirlitsaðila eins og Kauphallar að láta líta út fyrir að ekkert í starfsemi þeirra hafi brugðist fyrir fall bankanna, heldur séu það bankamennirnir sem einir eigi að líta í eigin barm. Heilum 6 vikum síðar birtist einhvers konar svarbréf Kauphallarinnar 25. ágúst 2016 07:00
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar