Blásið í bilað gjallarhorn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Ráðherrar tilkynna eiginlega ekki um afrakstur sinnar vinnu nema á glanssýningu í Hörpu og samkvæmt orðum þeirra er þjóðarheill undir á hverju andartaki í starfi þeirra. Það var því von á miklu þegar þing kom saman í ágúst, enda höfðu ráðherrar boðað að slíkur fjöldi þjóðþrifamála væri væntanlegur að það hamlaði mögulega samþykkt þeirra ef tilkynnt yrði um það hvenær ætti að kjósa. Stjórnarmeirihlutinn kann að byggja upp spennu og eftirvæntingu. Það sem hann kann síður er að standa undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Skemmst er frá því að segja að eftirtekjan er heldur rýr. Það er ekki eins og alþingismenn kikni undan vinnuálagi, í gær var ekkert á dagskrá þingsins nema umræður um störf þingsins og atkvæðagreiðslur - sem reyndar þurfti að fresta vegna fjarvista þingmanna. Reynslumiklir menn í þingliði stjórnarflokkanna hljóta að klóra sér í hausnum yfir því til hvers verið var að kalla þing saman. Það nýtist í dag aðallega stjórnarandstöðunni, sem fær færi á að ræða hvert þingmannamálið á fætur öðru - þar sem engin mál koma frá ríkisstjórninni. En nú hefur allavega einn stjórnarþingmaður áttað sig á þessu. Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni fjárlaganefndar, mæltist skynsamlega í fréttum RÚV á þriðjudag. „Auðvitað þurfum við að koma okkur saman um það hvað við viljum klára. En það eru stór mál, þó það væri ekki nema bara það sem er í þingnefndum, sem væri æskilegt að klára áður en við hættum.“ Þarna afmarkar Guðlaugur Þór málin við þau sem eru þegar komin til þingnefnda. Og líklega verður það lendingin. Þau mál sem fram eru komin verða kláruð, ekki önnur. Það eru slæm tíðindi fyrir Eygló Harðardóttur, sem hefur boðað, enn einu sinni, risastór mál úr sínu ráðuneyti. Og það sem upp úr þessu þingi mun standa er líklega það að efnamikið fólk getur loksins keypt sér orlofshús í útlöndum. Þó reyndar ekki nema eitt á ári.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar