Beint lýðræði í stjórnarskrá Einar Hugi Bjarnason skrifar 29. september 2016 07:00 Á síðustu árum hefur ítrekað verið kallað eftir aukinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku í samfélaginu. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarskipunarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er þessu ákalli svarað og farvegur skapaður fyrir kjósendur til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Frumvarpið er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru ráðherranum í júlí síðastliðnum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Í frumvarpinu felst í fyrsta lagi að fimmtán af hundraði kosningabærra manna geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýstaðfest lög með þeirri undantekningu að fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin. Í öðru lagi getur sama hlutfall kjósenda krafist atkvæðagreiðslu um ályktanir Alþingis er lúta að samþykki þjóðaréttarsamninga. Í þriðja lagi getur Alþingi með lögum, sem samþykkt eru með auknum meirihluta á þinginu, ákveðið að þingsályktanir, sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun, geti orðið andlag þjóðaratkvæðagreiðslu.Lengra gengið hér Tillögurnar fela í sér mikilvægt skref í þá átt að auka áhrif almennings á ákvarðanatöku í mikilvægum málum og er í því efni gengið lengra en þekkist annars staðar á Norðurlöndunum. Í norsku, sænsku og finnsku stjórnarskránum er ekki mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og í þeirri dönsku er rétturinn til að synja lögum staðfestingar með þjóðaratkvæðagreiðslu ekki hjá kjósendum heldur hjá minni hluta þingmanna. Þá er hvergi á Norðurlöndunum að finna heimildir til handa kjósendum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktanir líkt og mælt er fyrir um í frumvarpi stjórnarskrárnefndar. Raunar er staðreyndin sú að aðeins þrjú Vestur-Evrópuríki – Sviss, Liechtenstein og Ítalía – hafa ákvæði í stjórnarskrám sínum sem ganga jafn langt og tillögur stjórnarskrárnefndar.Þröskuldar Lagt er til að fimmtán af hundraði kjósenda þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sama hlutfall og stjórnlaganefnd gerði að tillögu sinni en stjórnlagaráð lagði til að sambærileg heimild yrði háð undirskriftum tíunda hluta kjósenda. Fimmtán prósent kosningabærra manna eru ríflega 35 þúsund einstaklingar. Reynslan hérlendis sýnir að raunhæft er að safna slíkum fjölda undirskrifta á tiltölulega skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að rúmlega 56 þúsund undirskriftir bárust forseta Íslands vegna Icesave I og rúmlega 40 þúsund vegna Icesave III. Til þess að hnekkja lögum eða ályktunum þarf meiri hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis. Fjórðungur kosningabærra manna eru tæplega 60 þúsund einstaklingar. Á lýðveldistímanum hafa tvisvar sinnum farið fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. um gildi laga um ríkisábyrgð á svonefndum Icesave-samningum. Í fyrri atkvæðagreiðslunni synjuðu tæplega 135 þúsund kjósendur, um 60% kosningabærra manna, lögunum samþykkis. Í þeirri síðari rúmlega 100 þúsund eða liðlega 45% þeirra sem voru á kjörskrá. Þó að einhverjum kunni að þykja 25% þröskuldurinn hár er ljóst að hann er fjarri því óyfirstíganlegur þegar um umdeild mál er að tefla.Fest í sessi Tillögur stjórnarskrárnefndar eru vissulega málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ef þær verða að stjórnskipunarlögum hafa náðst fram mikilsverðar lýðræðisumbætur sem fela í sér mikilsverð réttindi fyrir kjósendur sem ekki eru fyrir hendi í núverandi stjórnskipan. Með því að festa í sessi beint lýðræði eykst aðhald með kjörnum fulltrúum og völd og áhrif borgaranna aukast. Forseti Íslands hefur að mínum dómi tjáð sig skynsamlega um þá stöðu sem uppi er í málinu og minnt á gildi áfangasigra og málamiðlana og bent á að ráð sé að einblína núna á þá réttarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægum málum. Þá hefur forsetinn bent á að hóflegar breytingar á stjórnarskránni núna útiloka ekki róttækari skref síðar. Þó að ekki séu allir á eitt sáttir um hversu langt skuli ganga við breytingar á stjórnarskrá er ljóst að raunverulegt tækifæri er fyrir hendi nú til að ná fram veigamiklum breytingum á stjórnarskránni. Tækifæri sem óvíst er hvenær kemur aftur. Það væru mikil vonbrigði ef Alþingi léti þetta tækifæri úr greipum renna þvert gegn yfirlýstri stefnu þeirra flokka sem sæti eigi á Alþingi og vilja meirihluta kjósenda, ef mið er tekið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs haustið 2012.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur ítrekað verið kallað eftir aukinni aðkomu almennings að ákvarðanatöku í samfélaginu. Í frumvarpi forsætisráðherra til stjórnarskipunarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi er þessu ákalli svarað og farvegur skapaður fyrir kjósendur til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Frumvarpið er efnislega samhljóða tillögum þverpólitískrar stjórnarskrárnefndar sem afhentar voru ráðherranum í júlí síðastliðnum.Þjóðaratkvæðagreiðslur Í frumvarpinu felst í fyrsta lagi að fimmtán af hundraði kosningabærra manna geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um nýstaðfest lög með þeirri undantekningu að fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum eru undanskilin. Í öðru lagi getur sama hlutfall kjósenda krafist atkvæðagreiðslu um ályktanir Alþingis er lúta að samþykki þjóðaréttarsamninga. Í þriðja lagi getur Alþingi með lögum, sem samþykkt eru með auknum meirihluta á þinginu, ákveðið að þingsályktanir, sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun, geti orðið andlag þjóðaratkvæðagreiðslu.Lengra gengið hér Tillögurnar fela í sér mikilvægt skref í þá átt að auka áhrif almennings á ákvarðanatöku í mikilvægum málum og er í því efni gengið lengra en þekkist annars staðar á Norðurlöndunum. Í norsku, sænsku og finnsku stjórnarskránum er ekki mælt fyrir um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og í þeirri dönsku er rétturinn til að synja lögum staðfestingar með þjóðaratkvæðagreiðslu ekki hjá kjósendum heldur hjá minni hluta þingmanna. Þá er hvergi á Norðurlöndunum að finna heimildir til handa kjósendum að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktanir líkt og mælt er fyrir um í frumvarpi stjórnarskrárnefndar. Raunar er staðreyndin sú að aðeins þrjú Vestur-Evrópuríki – Sviss, Liechtenstein og Ítalía – hafa ákvæði í stjórnarskrám sínum sem ganga jafn langt og tillögur stjórnarskrárnefndar.Þröskuldar Lagt er til að fimmtán af hundraði kjósenda þurfi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er sama hlutfall og stjórnlaganefnd gerði að tillögu sinni en stjórnlagaráð lagði til að sambærileg heimild yrði háð undirskriftum tíunda hluta kjósenda. Fimmtán prósent kosningabærra manna eru ríflega 35 þúsund einstaklingar. Reynslan hérlendis sýnir að raunhæft er að safna slíkum fjölda undirskrifta á tiltölulega skömmum tíma. Sem dæmi má nefna að rúmlega 56 þúsund undirskriftir bárust forseta Íslands vegna Icesave I og rúmlega 40 þúsund vegna Icesave III. Til þess að hnekkja lögum eða ályktunum þarf meiri hluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna, að synja þeim samþykkis. Fjórðungur kosningabærra manna eru tæplega 60 þúsund einstaklingar. Á lýðveldistímanum hafa tvisvar sinnum farið fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur á grundvelli 26. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. um gildi laga um ríkisábyrgð á svonefndum Icesave-samningum. Í fyrri atkvæðagreiðslunni synjuðu tæplega 135 þúsund kjósendur, um 60% kosningabærra manna, lögunum samþykkis. Í þeirri síðari rúmlega 100 þúsund eða liðlega 45% þeirra sem voru á kjörskrá. Þó að einhverjum kunni að þykja 25% þröskuldurinn hár er ljóst að hann er fjarri því óyfirstíganlegur þegar um umdeild mál er að tefla.Fest í sessi Tillögur stjórnarskrárnefndar eru vissulega málamiðlun ólíkra sjónarmiða. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að ef þær verða að stjórnskipunarlögum hafa náðst fram mikilsverðar lýðræðisumbætur sem fela í sér mikilsverð réttindi fyrir kjósendur sem ekki eru fyrir hendi í núverandi stjórnskipan. Með því að festa í sessi beint lýðræði eykst aðhald með kjörnum fulltrúum og völd og áhrif borgaranna aukast. Forseti Íslands hefur að mínum dómi tjáð sig skynsamlega um þá stöðu sem uppi er í málinu og minnt á gildi áfangasigra og málamiðlana og bent á að ráð sé að einblína núna á þá réttarbót sem lýtur að beinu lýðræði og rétti fólks til að segja hug sinn milliliðalaust í mikilvægum málum. Þá hefur forsetinn bent á að hóflegar breytingar á stjórnarskránni núna útiloka ekki róttækari skref síðar. Þó að ekki séu allir á eitt sáttir um hversu langt skuli ganga við breytingar á stjórnarskrá er ljóst að raunverulegt tækifæri er fyrir hendi nú til að ná fram veigamiklum breytingum á stjórnarskránni. Tækifæri sem óvíst er hvenær kemur aftur. Það væru mikil vonbrigði ef Alþingi léti þetta tækifæri úr greipum renna þvert gegn yfirlýstri stefnu þeirra flokka sem sæti eigi á Alþingi og vilja meirihluta kjósenda, ef mið er tekið af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs haustið 2012.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun