Góðar samgöngur eru arðsamar Sigurjón Þórðarson skrifar 6. október 2016 07:00 Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum. Augljóst er að stytting akstursleiða og bætt bætt öryggi samgangna hafa gríðarlega jákvæð áhrif á umhverfi og efnahag. Vegabætur stækka atvinnusvæði, minnka eldsneytiskostnað, minnka slit og viðhaldskostnað á vegum og bifreiðum. Þeir sem leggja leið sína um þjóðvegi landsins eða eiga afkomu sína undir að senda vörur og ferðamenn landshorna á milli vita að ráðamenn hafa gleymt þeim jákvæðu umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sem bættar samgöngur hafa. Einblínt hefur verið um of á niðurskurð á vegafé til þess að ná skjótum bata í rekstri hins opinbera. Ef dæmið er reiknað til enda þá er hætt við að verið sé oftar en ekki að spara aurinn og henda krónunni. Hvert alvarlegt umferðarslys er gríðarlega kostnaðarsamt metið í krónum og aurum fyrir utan það sem aldrei verður metið til fjár. Á sunnanverðum Vestfjörðum er verið að stórefla fiskeldi og er ljóst að innan skamms stefnir í að fluttir verði tugir þúsunda tonna af eldislaxi um vegina til viðbótar þeirri umferð sem nú fer um hættulegan og frumstæðan þjóðveg vestur í Vesturbyggð. Allir þeir hálsar og fjallvegir sem vegurinn liggur um kosta óþarflega mikla eldsneytiseyðslu, fyrir utan þá miklu óþarfa hættu sem leiðin leggur á ferðafólk. Fyrir raunverulega umhverfisverndarsinna og þá sem vilja tryggja framtíðarhag byggðarinnar skiptir miklu máli að hraða því sem mest má að lagður verði öruggur og greiðfær vegur á láglendi að vestan og suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er því út frá sjónarmiðum umhverfisins að greiða götu samgangna og ryðja öllum steinum úr vegi þess að samgöngubætur dragist á langinn. Hrópar á fjármagn Sama á við um almennt viðhald og breikkun vega sem gerði stórum vöruflutningabílum auðvelt að mætast og bætti öryggi hjólreiðamanna. Vegakerfið er víða farið að hrópa á fjármagn, m.a. á Norðurlandi vestra vegna sigs sem veldur ógreiðfærum ójöfnum og mjókkun vega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættu sem stafar af hættulegum vegum eða þeim skaða á umhverfi sem getur orðið við flutning á hættulegum efnum s.s. olíu. Mikilvægt er að auka almennan skilning á þeirri nauðsyn að auka fjármagn til vegamála og búa til sanngjörn viðmið í stefnumótun og forgangsröðun framkvæmda. Ég hef þá trú að flestir landsmenn séu tilbúnir að forgangsraða í þágu umferðaröryggis og að mikilvægar útflutningsvörur eigi greiða leið um umferðaræðar þjóðfélagsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun