Rakel Dögg: Landsliðssætið var orðinn fjarlægur draumur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 16:30 Rakel Dögg í leik með Stjörnunni. Mynd/Vísir Saga Rakelar Daggar Bragadóttur á sér fáar hliðstæður. Í dag var hún valin aftur í íslenska landsliðið, þremur árum eftir að hún fékk svo slæmt höfuðhögg á landsliðsæfingu að hún hætti í íþróttinni nokkrum mánuðum síðar. Hún hefur farið sér hægt síðan hún ákvað að byrja aftur að æfa handbolta, stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Síðan þá hefur allt gengið svo vel að hún hefur getað beitt sér af fullum krafti og er nú komin í landsliðið. Sjá einnig: Rakel Dögg hætt: Ég bar alls engan kala til hennar „Þetta er svakalega gaman. Ég er mjög ánægð og í raun stolt af þessu,“ sagði Rakel Dögg við Vísi í dag. Það var í nóvember árið 2013 að hún fékk heilahristing eftir að hafa fengið bolta í höfuðið af stuttu færi. Afleiðingarnar voru það slæmar að hún gat varla gengið upp stiga með góðu móti, hvað þá stundað íþróttir. Hún hafði þar að auki þurft að glíma við ýmis konar alvarleg meiðsli, svo sem beinbrot og krossbandsslit, og sá því þann kost vænlegastan að hætta, 27 ára gömul. „Þetta er vissulega óvænt stefnubreyting á mínum ferli,“ segir hún enn fremur. „Landsliðssætið var fjarlægur draumur fyrir mjög stuttu síðan.“Rakel Dögg í leik með landsliðinu.VísirLandsliðið fjarlægur draumur Eftir barnsburð var markmið hennar að hreyfa sig á nýjan leik og í því skyni hóf hún að mæta á æfingar með félagi sínu, Stjörnunni. „Eftir úrslitakeppnina í fyrra tók ég svo þá ákvörðun að fara inn í þetta af fullum krafti. Það hefur tekist. Ég hef verið hundrað prósent með á æfingum og sem betur fer hefur ekkert slæmt gerst.“ Sjá einnig: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum Hún hefur tekið lítil skref í bataferlinu en fyrst og fremst var markmiðð hennar að geta æft vel, komast í gott líkamlegt form og hjálpa liðinu hennar af fremsta megni. „Allt annað var bónus,“ segir hún. „En þegar það fór að líða á tímabilið fór maður að hugsa hvort það væri mögulegt að fara aftur í landsliðið. Það var alltaf draumurinn enda hef ég ávallt verið afar stolt af því að spila fyrir íslenska landsliðið.“Mynd/StefánGóð blanda í hópnum Axel Stefánsson ræddi við Rakel Dögg, sem er einnig þjálfari 14 ára landsliðs kvenna, í haust og spurði hana þá út í stöðuna. „Ég sagði honum að ég væri alltaf klár,“ segir Rakel sem segist vera bjartsýn fyrir komandi verkefni með landsiðinu. Það sé skipað sterkum leikmönnum - bæði reynsluboltum sem spila með sterkum atvinnumannaliðum og stórefnilegum leikmönnum sem spila í Olísdeild kvenna. Sjá einnig: Rakel Dögg aftur í landsliðið „Það er mikil ánægja með nýja þjálfarateymið og jákvæðni í hópnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu margir af okkar bestu leikmönnum eru að spila með sterkum liðum í sterkum deildum. Birna Berg er að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni, Karen hefur verið frábær í frönsku deildinni og svo framvegis.“ „Það eru margir flottir leikmenn að koma aftur inn í landsliðið og það býr til flotta blöndu með ungum leikmönnum.“Er stundum skíthrædd Rakel óttast ekki höfuðhögg frekar en önnur meiðsli. Íþróttaiðkun fylgi ávallt áhætta á meiðslum, hvort sem er hjá henni eða öðrum. „Eftir því sem líður frá verður höfuðhögg númer tvö ekki jafn hættulegt. En það er ekki bara það sem ég er að velta fyrir mér. Ég hef gengið í gegnum alls konar meiðsli á mínum ferli og stundum er maður skíthræddur við að eitthvað alvarlegt gerist.“ „En þetta er áhætta sem allir íþróttamenn taka. Sjálf finn ég hversu mikið það gefur mér að spila handbolta og ég var tilbúin að leggja þetta á mig til að halda áfram.“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rakel aðstoðar Ragnar Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. 10. september 2014 11:15 Enn ein meiðslin í landsliðinu Hildur Þorgeirsdóttir meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í gær og verður frá næstu vikurnar. 6. desember 2013 10:45 Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg nýr landsliðsþjálfari Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Stjörnukonuna Rakel Dögg Bragadóttur til starfa og verður hún ein af landsliðsþjálfurum sambandsins. 15. mars 2016 15:30 Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40 Rakel Dögg aftur í landsliðið Axel Stefánsson hefur valið landsliðshópinn í handbolta kvenna fyrir forkeppni HM 2017. 11. nóvember 2016 13:02 Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum "Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. 12. febrúar 2016 21:56 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Saga Rakelar Daggar Bragadóttur á sér fáar hliðstæður. Í dag var hún valin aftur í íslenska landsliðið, þremur árum eftir að hún fékk svo slæmt höfuðhögg á landsliðsæfingu að hún hætti í íþróttinni nokkrum mánuðum síðar. Hún hefur farið sér hægt síðan hún ákvað að byrja aftur að æfa handbolta, stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Síðan þá hefur allt gengið svo vel að hún hefur getað beitt sér af fullum krafti og er nú komin í landsliðið. Sjá einnig: Rakel Dögg hætt: Ég bar alls engan kala til hennar „Þetta er svakalega gaman. Ég er mjög ánægð og í raun stolt af þessu,“ sagði Rakel Dögg við Vísi í dag. Það var í nóvember árið 2013 að hún fékk heilahristing eftir að hafa fengið bolta í höfuðið af stuttu færi. Afleiðingarnar voru það slæmar að hún gat varla gengið upp stiga með góðu móti, hvað þá stundað íþróttir. Hún hafði þar að auki þurft að glíma við ýmis konar alvarleg meiðsli, svo sem beinbrot og krossbandsslit, og sá því þann kost vænlegastan að hætta, 27 ára gömul. „Þetta er vissulega óvænt stefnubreyting á mínum ferli,“ segir hún enn fremur. „Landsliðssætið var fjarlægur draumur fyrir mjög stuttu síðan.“Rakel Dögg í leik með landsliðinu.VísirLandsliðið fjarlægur draumur Eftir barnsburð var markmið hennar að hreyfa sig á nýjan leik og í því skyni hóf hún að mæta á æfingar með félagi sínu, Stjörnunni. „Eftir úrslitakeppnina í fyrra tók ég svo þá ákvörðun að fara inn í þetta af fullum krafti. Það hefur tekist. Ég hef verið hundrað prósent með á æfingum og sem betur fer hefur ekkert slæmt gerst.“ Sjá einnig: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum Hún hefur tekið lítil skref í bataferlinu en fyrst og fremst var markmiðð hennar að geta æft vel, komast í gott líkamlegt form og hjálpa liðinu hennar af fremsta megni. „Allt annað var bónus,“ segir hún. „En þegar það fór að líða á tímabilið fór maður að hugsa hvort það væri mögulegt að fara aftur í landsliðið. Það var alltaf draumurinn enda hef ég ávallt verið afar stolt af því að spila fyrir íslenska landsliðið.“Mynd/StefánGóð blanda í hópnum Axel Stefánsson ræddi við Rakel Dögg, sem er einnig þjálfari 14 ára landsliðs kvenna, í haust og spurði hana þá út í stöðuna. „Ég sagði honum að ég væri alltaf klár,“ segir Rakel sem segist vera bjartsýn fyrir komandi verkefni með landsiðinu. Það sé skipað sterkum leikmönnum - bæði reynsluboltum sem spila með sterkum atvinnumannaliðum og stórefnilegum leikmönnum sem spila í Olísdeild kvenna. Sjá einnig: Rakel Dögg aftur í landsliðið „Það er mikil ánægja með nýja þjálfarateymið og jákvæðni í hópnum. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu margir af okkar bestu leikmönnum eru að spila með sterkum liðum í sterkum deildum. Birna Berg er að gera frábæra hluti í Meistaradeildinni, Karen hefur verið frábær í frönsku deildinni og svo framvegis.“ „Það eru margir flottir leikmenn að koma aftur inn í landsliðið og það býr til flotta blöndu með ungum leikmönnum.“Er stundum skíthrædd Rakel óttast ekki höfuðhögg frekar en önnur meiðsli. Íþróttaiðkun fylgi ávallt áhætta á meiðslum, hvort sem er hjá henni eða öðrum. „Eftir því sem líður frá verður höfuðhögg númer tvö ekki jafn hættulegt. En það er ekki bara það sem ég er að velta fyrir mér. Ég hef gengið í gegnum alls konar meiðsli á mínum ferli og stundum er maður skíthræddur við að eitthvað alvarlegt gerist.“ „En þetta er áhætta sem allir íþróttamenn taka. Sjálf finn ég hversu mikið það gefur mér að spila handbolta og ég var tilbúin að leggja þetta á mig til að halda áfram.“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rakel aðstoðar Ragnar Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. 10. september 2014 11:15 Enn ein meiðslin í landsliðinu Hildur Þorgeirsdóttir meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í gær og verður frá næstu vikurnar. 6. desember 2013 10:45 Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. 30. janúar 2014 12:51 Rakel Dögg nýr landsliðsþjálfari Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Stjörnukonuna Rakel Dögg Bragadóttur til starfa og verður hún ein af landsliðsþjálfurum sambandsins. 15. mars 2016 15:30 Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00 Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40 Rakel Dögg aftur í landsliðið Axel Stefánsson hefur valið landsliðshópinn í handbolta kvenna fyrir forkeppni HM 2017. 11. nóvember 2016 13:02 Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum "Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. 12. febrúar 2016 21:56 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Rakel aðstoðar Ragnar Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. 10. september 2014 11:15
Enn ein meiðslin í landsliðinu Hildur Þorgeirsdóttir meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í gær og verður frá næstu vikurnar. 6. desember 2013 10:45
Leggur skóna á hilluna fyrir aldur fram Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir hefur lagt skóna á hilluna vegna höfuðmeiðsla. Þetta tilkynnti hún á Fésbókarsíðu sinni í dag. Rakel er aðeins 27 ára gömul. 30. janúar 2014 12:51
Rakel Dögg nýr landsliðsþjálfari Handknattleikssamband Íslands hefur ráðið Stjörnukonuna Rakel Dögg Bragadóttur til starfa og verður hún ein af landsliðsþjálfurum sambandsins. 15. mars 2016 15:30
Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún. 31. janúar 2014 08:00
Rakel Dögg: Var komin með ógeð á silfrinu Rakel Dögg Bragadóttir fagnaði bikarmeistaratitli í sínum fjórða leik eftir að hafa tekið skóna úr hillunni. 27. febrúar 2016 15:40
Rakel Dögg aftur í landsliðið Axel Stefánsson hefur valið landsliðshópinn í handbolta kvenna fyrir forkeppni HM 2017. 11. nóvember 2016 13:02
Rakel: Leiðinlegt að hætta þegar þú gerir það ekki á þínum eigin forsendum "Tilfinningin er mjög góð fyrir utan þetta tap. Það er samt sem áður mjög gaman að vera komin aftur,” sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem snéri aftur á handboltavöllinn í dag eftir langa fjarveru vegna höfuðmeiðsla. 12. febrúar 2016 21:56