Á að hætta olíuleit á Drekasvæðinu vegna umhverfis- og loftslagsmála? Skúli Thoroddsen skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki útlit fyrir að þau markmið náist nema gripið verði til róttækari aðgerða. Nú hafa um 200 þjóðir samþykkt samkomulagið þar með talin Bandaríkin sem svara fyrir 17,89% gróðurhúsalofttegunda, Kína 20,09%, Þýskaland 2,56% og Ísland 0,09%[i]. Umhverfisverndarsamtök hafa höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíutengdrar starfsemi á norðurslóðum og telja hana fara gegn m.a. Parísarsamkomulaginu sem Noregur hefur samþykkt. Stangast olíuvinnsla á við markmið Parísarsamkomulagsins? Um 29% af orkuframleiðslu heimsins kemur frá brennslu kola. Olíu, um 31%. Gas stendur fyrir 21%, kjarnorka 5%, vatnsorka 3%, lífefnaolía 10%, sól, vindur og aðrir endurnýjanlegir orkugjafar svo sem jarðvarmavirkjanir framleiddu einungis um 1% sama ár, árið 2013. Árið 2040 verður þetta hlutfall nokkuð svipað, þá hefur mannkyni fjölgað úr 7 milljörðum manna í 10. Alþjóða orkumálastofnunin gerir þó ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar hafi aukið hlut sinn úr 1% í 5%. Til að bregðast við loftslagsbreytingunum þarf umfram allt að skipta út kolum fyrir gas eða olíu þar sem þess er kostur, auka endurnýjanlega orkukosti og breyta afstöðu fólks til orkusparnaðar. Af endurnýjanlegum kostum eigum við Íslendingar marga góða, bæði í jarðvarma, vatnsafli, vindorku og sjávarföllum. Með endurskoðaðri orkustefnu í Noregi er m.a. gert ráð fyrir aukinni framleiðslu vatnsorku og að vega beri umhverfisþætti virkjana á móti loftslagsþáttum, hagkvæmni og arðsemi.[ii] Með stefnu Noregs að leiðarljósi, ætti Ísland að auka raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki minnka hana, vegna loftslagsbreytinga, og vega þau áhrif virkjana heima og heiman á móti staðbundnum umhverfisáhrifum á landsvæði. Slík kallar á alveg nýja nálgun m.a. í rammaáætlun. Því hefur verið haldið fram að olíuleit og olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti haft í för með sér víðtæk og eftir atvikum óafturkræf umhverfisáhrif. Starfsemin sé leikur að eldinum. Áhætta. Og nú hafa loftslagsmálin bæst við sem nýr áhættuþáttur. Óvissa um afleiðingar tiltekinnar starfsemi er ævinlega til staðar. Allri óvissu um áhættusama starfsemi verður einungis eytt með engri starfsemi. Duga þessi rök fyrir því að hætta leit og stöðva frekari starfsemi á Drekasvæðinu? Er æskilegt út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins að hafna vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Helstu ögranir og áhættuþættir vegna starfsemi á Drekasvæðinu felast í svæðinu sjálfu; ísingu og myrkri að vetri og þoku að sumri, viðkvæmu norðurslóðaumhverfi og fjarlægð frá landi. Með sambærilegu regluverki og gildir í Noregi, byggðu á meira en 40 ára reynslu Norðmanna, eru þessir þætti allir vel yfirstíganlegir og áhættulitlir. Ekkert stórslys hefur átt sér stað á norska landgrunninu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og hvorki hafa orðið umhverfisslys né óafturkræf náttúruspjöll. Nú eru í gildi tvö rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin kveða á um fyrirheit að vinnsluleyfum í 30 ár, annars vegar frá árinu 2023 og hins vegar 2026, finnist vinnanleg olía/gas á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir sambærilegu öryggisregluverki og því norska. Norsk stjórnvöld hafa talið mikilvægt að laða til sín mikils metin öflug fyrirtæki, en gæta um leið fyllsta öryggis við vinnsluna, einnig vegna umhverfisþátta. Mikilvægt sé að standa vörð um orðstír þjóðarinnar og atvinnulíf og að þjóðin njóti arðs af auðlindinni. Leyfishafar á Drekasvæðinu eru viðurkennd, reynslumikil olíufyrirtæki frá Kína og Kanada, með norska ríkisolíufélagið Petoro að bakhjarli í báðum leyfunum. Ætla má að þessi fyrirtæki hafi kostað nær þremur miljörðum króna til rannsókna á Drekasvæðinu. Þá koma til árleg leyfisgjöld, um 86 milljónir á ári. Skatttekjur af kolvetnisvinnslu eru 5% framleiðsluskattur, 20% tekjuskattur og svo sérstakur kolvetnisskattur sem hlutfall af hagnaði, 45%. Það er því augljóst að auðlindagjald af kolvetnisvinnslu er langt umfram auðlindagjald af öðrum auðlindum þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Eins og þekkt er hefur norska ríkið sett á laggirnar sérstakan innviðasjóð, olíusjóðinn, þar sem vextir af höfuðstól sjóðsins, ekki sjóðurinn sjálfur, er nýttur til innviðauppbyggingar í samræmi við sjálfbærnisjónarmið. Slíkan innviðasjóð mætti byggja upp hér á landi og tryggja þannig sjálfbæra olíu- og gasvinnslu. Riftun Íslands á núverandi leyfum, svo sem vegna umhverfissjónarmiða eða af öðrum ástæðum sem ekki varða vanefndir leyfishafa sjálfra, hefði án efa í för með miljarða kostnað fyrir íslenska ríkið, að ýtrustu bótakröfum leyfishafa virtum og því vart raunhæfur kostur. Til að uppfylla Parísarsamkomulagið, til skemmri tíma, lögðu stjórnmálaflokkarnir, fyrir kosningarnar í október sl., áherslu á m.a. landgræðslu og endurheimt votlendis og sumir á lokun álvera.[iii] Þýskaland gæti, að mati höfundar þessarar greinar, líklega uppfyllt sáttmálann með því að skipta út kolum fyrir gas við raforkuframleiðslu. Um helmingur raforku í Þýskalandi í dag kemur frá brennslu kola. Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa lýst sig andsnúin frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og telja hana ekki samræmast markmiðum í loftslagsmálum. En er það svo? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að olía/gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola, sem nú nema tæpum þriðjungi að vægi við orkuframleiðslu heimsins, og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Það þarf að hugsa dæmið í heild og staldra við í raunveruleikanum þegar stefnumörkun í loftslagsmálum er mótuð. Sú umræða er í það minnsta einnar messu virði. [i] https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Agreement [ii] Stortingsmeldning 25 2015-2016, Energipolitikken mot 2030 [iii] https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/26/hver_er_stefnan_um_framtid_jardar/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Miðað við þær aðgerðir sem þjóðir heims hafa boðað er þó ekki útlit fyrir að þau markmið náist nema gripið verði til róttækari aðgerða. Nú hafa um 200 þjóðir samþykkt samkomulagið þar með talin Bandaríkin sem svara fyrir 17,89% gróðurhúsalofttegunda, Kína 20,09%, Þýskaland 2,56% og Ísland 0,09%[i]. Umhverfisverndarsamtök hafa höfðað mál gegn norska ríkinu vegna olíutengdrar starfsemi á norðurslóðum og telja hana fara gegn m.a. Parísarsamkomulaginu sem Noregur hefur samþykkt. Stangast olíuvinnsla á við markmið Parísarsamkomulagsins? Um 29% af orkuframleiðslu heimsins kemur frá brennslu kola. Olíu, um 31%. Gas stendur fyrir 21%, kjarnorka 5%, vatnsorka 3%, lífefnaolía 10%, sól, vindur og aðrir endurnýjanlegir orkugjafar svo sem jarðvarmavirkjanir framleiddu einungis um 1% sama ár, árið 2013. Árið 2040 verður þetta hlutfall nokkuð svipað, þá hefur mannkyni fjölgað úr 7 milljörðum manna í 10. Alþjóða orkumálastofnunin gerir þó ráð fyrir að endurnýjanlegir orkugjafar hafi aukið hlut sinn úr 1% í 5%. Til að bregðast við loftslagsbreytingunum þarf umfram allt að skipta út kolum fyrir gas eða olíu þar sem þess er kostur, auka endurnýjanlega orkukosti og breyta afstöðu fólks til orkusparnaðar. Af endurnýjanlegum kostum eigum við Íslendingar marga góða, bæði í jarðvarma, vatnsafli, vindorku og sjávarföllum. Með endurskoðaðri orkustefnu í Noregi er m.a. gert ráð fyrir aukinni framleiðslu vatnsorku og að vega beri umhverfisþætti virkjana á móti loftslagsþáttum, hagkvæmni og arðsemi.[ii] Með stefnu Noregs að leiðarljósi, ætti Ísland að auka raforkuframleiðslu frá endurnýjanlegum orkugjöfum, ekki minnka hana, vegna loftslagsbreytinga, og vega þau áhrif virkjana heima og heiman á móti staðbundnum umhverfisáhrifum á landsvæði. Slík kallar á alveg nýja nálgun m.a. í rammaáætlun. Því hefur verið haldið fram að olíuleit og olíuvinnsla á Drekasvæðinu gæti haft í för með sér víðtæk og eftir atvikum óafturkræf umhverfisáhrif. Starfsemin sé leikur að eldinum. Áhætta. Og nú hafa loftslagsmálin bæst við sem nýr áhættuþáttur. Óvissa um afleiðingar tiltekinnar starfsemi er ævinlega til staðar. Allri óvissu um áhættusama starfsemi verður einungis eytt með engri starfsemi. Duga þessi rök fyrir því að hætta leit og stöðva frekari starfsemi á Drekasvæðinu? Er æskilegt út frá markmiðum Parísarsamkomulagsins að hafna vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu. Helstu ögranir og áhættuþættir vegna starfsemi á Drekasvæðinu felast í svæðinu sjálfu; ísingu og myrkri að vetri og þoku að sumri, viðkvæmu norðurslóðaumhverfi og fjarlægð frá landi. Með sambærilegu regluverki og gildir í Noregi, byggðu á meira en 40 ára reynslu Norðmanna, eru þessir þætti allir vel yfirstíganlegir og áhættulitlir. Ekkert stórslys hefur átt sér stað á norska landgrunninu síðan á sjöunda áratug síðustu aldar og hvorki hafa orðið umhverfisslys né óafturkræf náttúruspjöll. Nú eru í gildi tvö rannsóknarleyfi á Drekasvæðinu. Leyfin kveða á um fyrirheit að vinnsluleyfum í 30 ár, annars vegar frá árinu 2023 og hins vegar 2026, finnist vinnanleg olía/gas á svæðinu. Gert er ráð fyrir að unnið verði eftir sambærilegu öryggisregluverki og því norska. Norsk stjórnvöld hafa talið mikilvægt að laða til sín mikils metin öflug fyrirtæki, en gæta um leið fyllsta öryggis við vinnsluna, einnig vegna umhverfisþátta. Mikilvægt sé að standa vörð um orðstír þjóðarinnar og atvinnulíf og að þjóðin njóti arðs af auðlindinni. Leyfishafar á Drekasvæðinu eru viðurkennd, reynslumikil olíufyrirtæki frá Kína og Kanada, með norska ríkisolíufélagið Petoro að bakhjarli í báðum leyfunum. Ætla má að þessi fyrirtæki hafi kostað nær þremur miljörðum króna til rannsókna á Drekasvæðinu. Þá koma til árleg leyfisgjöld, um 86 milljónir á ári. Skatttekjur af kolvetnisvinnslu eru 5% framleiðsluskattur, 20% tekjuskattur og svo sérstakur kolvetnisskattur sem hlutfall af hagnaði, 45%. Það er því augljóst að auðlindagjald af kolvetnisvinnslu er langt umfram auðlindagjald af öðrum auðlindum þjóðarinnar, hverju nafni sem nefnast. Eins og þekkt er hefur norska ríkið sett á laggirnar sérstakan innviðasjóð, olíusjóðinn, þar sem vextir af höfuðstól sjóðsins, ekki sjóðurinn sjálfur, er nýttur til innviðauppbyggingar í samræmi við sjálfbærnisjónarmið. Slíkan innviðasjóð mætti byggja upp hér á landi og tryggja þannig sjálfbæra olíu- og gasvinnslu. Riftun Íslands á núverandi leyfum, svo sem vegna umhverfissjónarmiða eða af öðrum ástæðum sem ekki varða vanefndir leyfishafa sjálfra, hefði án efa í för með miljarða kostnað fyrir íslenska ríkið, að ýtrustu bótakröfum leyfishafa virtum og því vart raunhæfur kostur. Til að uppfylla Parísarsamkomulagið, til skemmri tíma, lögðu stjórnmálaflokkarnir, fyrir kosningarnar í október sl., áherslu á m.a. landgræðslu og endurheimt votlendis og sumir á lokun álvera.[iii] Þýskaland gæti, að mati höfundar þessarar greinar, líklega uppfyllt sáttmálann með því að skipta út kolum fyrir gas við raforkuframleiðslu. Um helmingur raforku í Þýskalandi í dag kemur frá brennslu kola. Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn hafa lýst sig andsnúin frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og telja hana ekki samræmast markmiðum í loftslagsmálum. En er það svo? Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að olía/gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola, sem nú nema tæpum þriðjungi að vægi við orkuframleiðslu heimsins, og þannig hjálpað til við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Það þarf að hugsa dæmið í heild og staldra við í raunveruleikanum þegar stefnumörkun í loftslagsmálum er mótuð. Sú umræða er í það minnsta einnar messu virði. [i] https://en.wikipedia.org/wiki/Paris_Agreement [ii] Stortingsmeldning 25 2015-2016, Energipolitikken mot 2030 [iii] https://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/26/hver_er_stefnan_um_framtid_jardar/ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun