Dauðadæmdir meðan ekki fæst ferskur fiskur Þorgeir Helgason skrifar 29. desember 2016 07:00 Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messinn í miðbæ Reykjavíkur. vísir/daníel „Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
„Ég loka frekar staðnum en að bjóða upp á frosinn fisk,“ segir Jón Mýrdal, eigandi veitingastaðarins Messans í miðbæ Reykjavíkur. Verkfall sjómanna og vonskuveður síðustu daga hefur haft þau áhrif að lítið sem ekkert framboð er af fiski á markaði. „Þetta hefur verið í lagi hjá okkur á Messanum undanfarna daga en það var þungt í gær og við neyddumst til að breyta matseðlinum hjá okkur,“ segir Jón en hann sendi út auglýsingu í gær á Facebook þar sem hann leitaði til sjómanna eftir ferskum fiski. „Við erum dauðadæmdir ef það er ekki til fiskur. Haldi áfram að vera bræla þarf ég að leita annarra leiða en að auglýsa á Facebook, þá reyni ég kannski að keyra á milli hafna til þess að finna ferskan fisk,“ segir Jón.Þungt hljóð er í þeim veitingamönnum sem Fréttablaðið leitaði til vegna fiskskorts. Línu- og smábátar hafa lítið getað róið vegna veðurs. Erna Kaaber, eigandi Fish and Chips í Reykjavík, segir ástandið vera erfitt. „Veðurspáin í dag er slæm og þetta lítur ekki vel út. Ef þetta heldur svona áfram næstu daga gætum við neyðst til að kaupa frosinn fisk en við vonum það besta,“ segir Erna. Línu- og smábátar sjá flestum fiskverslunum og veitingastöðum fyrir fiskmeti en þeir hafa lítið getað farið til veiða í vikunni vegna veðurs. „Það væri eitthvert framboð ef hægt væri að fara út á sjó. Sjómenn línu- og smábáta vita að þeir fá hærra verð þessa dagana vegna verkfallsins og þeir færu allir á sjó ef veður leyfði,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða. Aðeins voru 2,4 tonn af ferskum fiski til sölu á uppboðum fiskmarkaða í gær og seldust þau upp á örfáum mínútum. Verð á óslægðri ýsu og þorski á fiskmörkuðum hefur ekki verið hærra á árinu og síðan verkfallið hófst hefur kílóverðið á þorski hækkað um rúmar 170 krónur og á ýsu um 160 krónur. Eyjólfur segir almennt mikla eftirspurn eftir fiski eftir jólin því fólk vilji hvíla sig aðeins á kjötáti. Hann býst við að verðið haldist hátt í næstu viku en vonar að kjaradeila sjómanna leysist sem fyrst. „Það þarf að borga sjómönnum almennileg laun og leysa þessa kjaradeilu, þeir eiga þau skilið,“ segir Jón sem starfaði áður sem sjómaður. Sjómannaforystan og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi munu funda næst 5. janúar hjá ríkissáttasemjara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira