„Lykillinn í þessu er að fiskeldi skapar störf sem eru mjög nauðsynleg í brothættum byggðum eins og Fjallabyggð og Dalvík,“ segir Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð.

Áætlað er að á bilinu sjötíu til áttatíu störf muni skapast við þetta en ekki liggur ljóst fyrir hvenær framleiðsla getur hafist. Framkvæmdin er líklega háð mati á umhverfisáhrifum. Hvort þetta komi til með að kalla á aukið húsnæði í sveitarfélaginu segir bæjarstjórinn að nóg sé til af lóðum og auðvelt að svara slíkum þörfum.
„Ég fagna allri atvinnuuppbyggingu í firðinum,“ segir Bjarni Th. Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, en tekur fram að málið hafi ekki verið rætt í sveitarstjórninni. „Eflaust verða einhverjir á Dalvík sem koma til með að starfa þarna þegar þar að kemur.“