Draumur Valsmanna sem dó kostaði tólf milljónir: „Við vorum rændir“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 17:00 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir Valsmenn hafa verið rænda. vísir/ernir „Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
„Ég þori eiginlega að fullyrða að það var eitthvað á bakvið þetta,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, um dómgæsluna í Evrópuleiknum umtalaða á móti Turda frá Rúmeníu um síðastliðna helgi. Eins og frægt er orðið tapaði Valur, 32-23, og einvíginu samanlagt, 54-53, en dómgæslan í leiknum var til háborinnar skammar og augljóst að dómaratríóið var ekki heiðarlegt í sínum aðgerðum. Óskar Bjarni ræddi þessa ömurlegu upplifun í Bítinu á Bygljunni í morgun. Hann segir ekki bara dómarana hafa verið langt frá því að sinna sínu starfi með sóma.Sjá einnig:Leikmönnum, þjálfurum og öllum aðstandendum Vals var gróflega misboðið „Mér fannst sá sem var að fylgjast með dómurunum ekkert vera að hjálpa okkur og sjá til þess að umgjörðin væri í lagi og annað. Við áttum ekki okkar besta leik en það þurfti ekki að bæta þessu við,“ segir Óskar Bjarni, en hvernig leið strákunum eftir leikinn?„Strákarnir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að vera. Það kemur ákveðið sorgarferli getur maður sagt hjá leikmönnum og þjálfurum þegar að þeir tapa leik. Það kemur ákveðin þjáning og manni líður illa. Það er hluti af því að vera í þessu.“ Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, var eðlilega sár og svekktur að missa af gullnu tækifæri að spila úrslitaeinvígi í Evrópukeppni. Hann ritaði tilfinningaþrunginn pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann fullyrti að þjálfari Turda viðurkenndi mútur til dómaranna. „Leikmönnunum vissi ekki hvernig þeim leið. Þeim var bara óglatt. Hlynur Morthens er 42 ára gamall. Á hann einhvern tíma eftir að vera í þessari stöðu aftur? Eru íslensk lið oft í undanúrslitum?“ segir Óskar Bjarni. „Í handboltanum fáum við ekki 30 milljónir fyrir að komast í næstu umferð eins og í fótboltanum. Félagið og leikmenn safna fyrir þessu. Við borgum um það bil þrjár milljónir fyrir hverja umferð þannig við lögðum í þetta um tólf milljónir. Við vorum rændir,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30 Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00 Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47 Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 16:30
Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun. 1. maí 2017 07:00
Logi um dómgæsluna: Aldrei séð annað eins Valur stendur í ströngu gegn Potaissa Turda í Áskorendakeppnin Evrópu. 30. apríl 2017 15:47
Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“ Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag. 30. apríl 2017 19:39