KA hættir samstarfi við Þór í karlahandboltanum en útilokar ekki samstarf hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 11:52 Lið KA og Þórs mættust í bikarúrslitaleik 4. flokks í vetur og framtíðin er greinilega björt hjá báðum þessum félögum. Mynd/ka.is KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Sjá meira
Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56
Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47
Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00