Bónus fylgist grannt með Costco Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2017 07:00 Bónus er ódýrara í nokkrum vöruflokkum en Costco. vísir/anton brink „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. Hann segir að Bónus sé meira að segja ódýrari en Costco í allnokkrum vöruflokkum, til dæmis í bleyjum, dömubindum, batteríum, kjúklingi og nautakjöti, svo nokkur dæmi séu tekin. Verslunin geti þó ekki keppt í verði á vörum sem Costco selji undir innkaupsverði Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefán„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims. Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 króna í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið. En fyrir utan þetta erum við stolt af þeim verðum sem við erum að bjóða alla daga í okkar verslunum um land allt.“ Um 65-70 prósent af öllum vörum sem Bónus selur eru keypt af innlendum heildsölum og framleiðendum sem greiði hér skatta og skyldur. Sjálfur hefur Guðmundur ekki farið í Costco í Garðabænum en fylgist þó vel með úr fjarska. „Costco-áhrifin eru úti um allt og innkoma þeirra hefur hrist hressilega upp í markaðnum og er góð fyrir neytendur.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
„Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. Hann segir að Bónus sé meira að segja ódýrari en Costco í allnokkrum vöruflokkum, til dæmis í bleyjum, dömubindum, batteríum, kjúklingi og nautakjöti, svo nokkur dæmi séu tekin. Verslunin geti þó ekki keppt í verði á vörum sem Costco selji undir innkaupsverði Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefán„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims. Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 króna í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið. En fyrir utan þetta erum við stolt af þeim verðum sem við erum að bjóða alla daga í okkar verslunum um land allt.“ Um 65-70 prósent af öllum vörum sem Bónus selur eru keypt af innlendum heildsölum og framleiðendum sem greiði hér skatta og skyldur. Sjálfur hefur Guðmundur ekki farið í Costco í Garðabænum en fylgist þó vel með úr fjarska. „Costco-áhrifin eru úti um allt og innkoma þeirra hefur hrist hressilega upp í markaðnum og er góð fyrir neytendur.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira