Engin ástæða til að bregðast sérstaklega við opnun Costco Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 15:06 "Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. vísir/pjetur Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“ Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“
Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00