Þetta eru vinsælustu vörurnar í Costco í Kauptúni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 13:45 Costco hefur notið mikilla vinsælda síðan það opnaði og virðast landsmenn meðal annars sólgnir í ávextina sem þar eru seldir og rakvélablöðin. vísir/eyþór Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld. Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að Íslendingar hafi tekið bandaríska verslunarrisanum Costco opnum örmum. Verslunin opnaði í Kauptúni í Garðabæ fyrir rúmum tveimur vikum og hefur ítrekað myndast röð við verslunina af áhugasömum viðskiptavinum. Þá er Facebook-hópurinn Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð að öllum líkindum stærsti Facebook-hópur sem Íslendingar hafa safnast saman í en meðlimirnir eru nú rúmlega 78 þúsund talsins. Til að mega versla í Costco þarf að gerast meðlimur hjá keðjunni og eru rúmlega 60 þúsund Íslendingar nú þegar greiðandi meðlimir hjá versluninni hér á landi. En hvað eru þessir tugir þúsunda landsmanna að kaupa í Costco? Vísi lék forvitni á að vita hvaða vörur væru vinsælastar og sendi því fyrirspurn til Steven Pappas, aðstoðarforstjóra Costco í Evrópu. Vinsælustu vörurnar í Costco á Íslandi eru eftirfarandi samkvæmt svari Pappas: • Ferskir ávextir og ferskt grænmeti • Pizza • Sushi • Kjöt, fiskur og kjúklingur • Lífrænar matvörur • Rakvélablöð • Klósettpappír • Íþróttavörur • Grill • Fatnaður • Brauð, kökur og annað bakkelsi • Þvottaefni • Gleraugu • Dekk • Bensín og díselolía Að sögn Pappas var salan í Costco í Garðabæ „mjög mikil“ fyrstu vikurnar og á pari við söluna á miklu stærri markaðssvæðum eins og í Japan, Kóreu og Bretlandi. Hann vill þó ekki gefa upp fjárhæðir í þessu samhengi. Þá er opnunin hér á landi sú stærsta hjá Costco í nýju landi hvað varðar aðildafjölda en fyrra metið átti Melbourne í Ástralíu. Ársaðild að Costco kostar 4.800 krónur fyrir einstakling og 3.800 krónur fyrir fyrirtæki. Langstærsti hluti þeirra sem eru með aðild eru einstaklingar og má því gróflega áætla að Íslendingar hafi greitt Costco nærri því 300 milljónir í aðildargjöld.
Costco Tengdar fréttir Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45 Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59 Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Velta Costco meiri en Bónuss Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft. 2. júní 2017 08:45
Stórlækka verð eftir að þau fóru að kaupa inn í Costco Matvöruverslun á Akranesi er farin að geta boðið viðskiptavinum sínum mun betri verð eftir að farið var að versla vörur af Costco. 5. júní 2017 10:59
Einn af hverjum fjórum meðlimur í Costco Aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu segir opnunina á Íslandi þá stærstu í sögu verslunarinnar. 7. júní 2017 10:44