Móttaka flóttafólks á Íslandi; Eftirvænting eða örvænting? Árni Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun