Sviptingar á vöruverði Costco og keppinautar bregðast við Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. ágúst 2017 06:00 Costco hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum fyrir lágt vöruverð. Sviptingar hafa þó orðið á því undanfarna mánuði. Vísir/Ernir Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fleiri vörur úr verðsamanburði Fréttablaðsins frá því í maí hafa hækkað í verði en lækkað samkvæmt nýrri verðathugun blaðsins. Verðkönnun Fréttablaðsins í gær sýnir að sviptingar hafa orðið á verði í Costco síðan verslunin var opnuð, bæði til hækkunar og lækkunar. Mest er hækkunin 34% á gosi en mesta lækkunin er rúm 25% á pylsumáltíð. Af verðkönnun Fréttablaðsins að dæma virðast keppinautar í einhverjum tilfellum hafa brugðist við samkeppninni frá Costco og lækkað verð. Af þeim níu vörum sem Fréttablaðið hafði verðsamanburð á frá því í maí höfðu fjórar hækkað í verði, þrjár lækkað í verði og verð tveggja haldist óbreytt. Sex þessara vara birtust í könnun blaðsins þann 24. maí þar sem verð í Costco var borið saman við verð annarra verslana á sömu vörum.Nú, tæplega þremur mánuðum eftir opnun verslunarinnar sem skók íslenskt samfélag, lék Fréttablaðinu forvitni á að vita hvernig verð hefði þróast. Sjá má að Bónus hefur á tímabilinu lækkað verð á vörum úr fyrri samanburði. Verð á stykkinu af lítilli dós af Pepsi Max hefur lækkað úr 78 kr. í 69 kr. en hún er þó enn 22 krónum dýrari en í Costco, þrátt fyrir að þar hafi verðið hækkað um rúm 34% á tímabilinu. Taka ber fram að í fyrri könnun blaðsins var verð á Pepsi Max kannað en í gær var aðeins hið sambærilega Diet Pepsi til í versluninni. Þá ber að hafa í huga að gosdrykkurinn er seldur í 24 stykkja pakkningum í Costco. Bónus hefur jafnað Costco í verði á SS pylsusinnepi eftir 10% hækkun hjá Costco og tæplega 2% lækkun hjá Bónus. Í báðum verslunum kostar flaskan nú 329 krónur en áður munaði 36 krónum Costco í vil. Verulegur verðmunur var á Panodil Hot-verkjalyfi hjá Costco og Lyfjum og heilsu í fyrri könnun. Lyfið kostar enn 929 krónur í Costco en Lyf og heilsa hefur lækkað verð sitt um tæp 19%, úr 1.459 krónum í 1.184 kr. Eftir að hafa skákað Costco í verði á tilteknum Bose-hátalara í fyrri könnun Fréttablaðsins hefur dæmið snúist við hjá Elko. Costco lækkaði verð sitt um 9,3% á meðan verð Elko hækkaði um 20% á sama tíma. Er græjan nú tæplega 4.500 krónum dýrari í Elko. Levi’s 501 gallabuxur sem kostuðu 6.399 kr. í Costco í maí kosta í dag 5.899 kr. og hefur verðið því lækkað um 7,8% á meðan Levi‘s búðin í Kringlunni hefur haldið verði sínu á sömu vöru óbreyttu, eða 11.990 kr. Fréttablaðið skoðaði einnig verð á þremur öðrum vörum sem ekki voru í fyrri samanburði blaðsins. Tvær þeirra hafa hækkað í verði. Kíló af hinum vinsælu kirsuberjum hefur hækkað um 7,7% og 55" Philips UHD snjallsjónvarp um 5%. Driscoll's jarðarberin sívinsælu hafa staðið í stað.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira