Mannauður Torfi H. Tulinius skrifar 18. september 2017 06:00 Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambærilegt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tækifærum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mannauður er fallegt orð, geðþekkara en sambærilegt hugtak á ensku: „human resources“, sem gefur í skyn að meðbræður okkar séu auðlind til að nýta. „Maður er manns gaman“ sagði óþekkt skáld Hávamála og í því felst að samferðafólkið auðgar tilveru okkar. Sú auðlegð sem býr í getu manna, þekkingu og hæfileikum hefur gert mannfólkinu kleift að treysta afkomu sína, lengja líf, bæta heilsu og byggja upp siðmenningu sem stundum er býsna fögur. Í heimi tuttugustu og fyrstu aldar, með öllum sínum tækifærum og áskorunum, skiptir mannauður ekki síður máli en í veröld fornskáldsins. Tækifærin eru mikilfengleg með tækninýjungum, hnattvæðingu og síauknum skilningi á náttúrunni og okkur sjálfum. Áskoranirnar eru gríðarlegar með fólksfjölgun, náttúruvá af margvíslegu tagi, að ónefndri vaxandi misskiptingu auðs með fylgifiskum hennar: óréttlæti og ófriði. Til að nýta tækifærin og takast á við áskoranirnar er þörf fyrir fólk sem hefur verið þjálfað í skipulagðri þekkingarleit og í hugsun sem er í senn gagnrýnin og skapandi. Það er með öflugu menntakerfi sem þjóðfélög skapa mannauð af þessu tagi, frá leikskóla upp í háskóla. Leik- og grunnskólar búa börnum umhverfi þar sem þau öðlast grunnfærni og eiga að eflast af sjálfstrausti og vinnugleði. Framhaldsskólarnir byggja á þessu starfi, hlúa að almennri menntun ungmenna um leið og þeim er leiðbeint á fyrstu stigum sérhæfingar. Svo tekur æðri menntunin við ýmist sem starfs-, tækni- eða háskólanám þar sem fyrrnefnd þjálfun fer fram. Alls staðar í samfélaginu er mannauður mikilvægur en háskólar hafa sérstöðu því þar er hugað að tækifærum og áskorunum nútíðar og framtíðar með rannsóknum og nýsköpun. Í frumvarpi því til fjárlaga sem liggur fyrir þinginu eru framlög til háskólastigsins enn töluvert lægri en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ljóst er að mannauður okkar Íslendinga muni rýrna nema stjórnvöld hætti að svelta háskólastigið. Alþingi verður að taka fjárlagafrumvarpið til umfjöllunar en hefur nú óbundnar hendur í ljósi þess að stjórn Bjarna Benediktssonar er fallin. Rík ástæða er til þess að hvetja hið ágæta mannval sem situr á þingi til að taka höndum saman og hækka framlög til háskóla í fjárlögum næsta árs og efla með því móti mannauð okkar.Höfundur er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun