Eitrað fyrir lýðræðinu á samfélagsmiðlum Andri Þór Sturluson og Halldór Auðar Svansson og Hákon Helgi Leifsson skrifa 11. október 2017 13:16 Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Halldór Auðar Svansson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Lýðræði er orð sem vekur upp jákvæðar tengingar. Það er ekki að ástæðulausu, enda er lýðræði eina stjórnarfarið sem valdeflir almenning til að móta framtíðina og veitir stjórnmálamönnum og flokkum aðhald. Þegar við tölum um lýðræði, tölum við um ferli þar sem almenningur ígrundar vel kosti og galla hvers og eins og tekur í kjölfarið upplýsta ákvörðun. Í kosningum reyna frambjóðendur að miðla upplýsingum, en baráttan á sér líka skuggahliðar sem við sjáum betur og betur á Íslandi. Rétt eins og fyrir síðustu kosningarnar dælist nú út áróður í formi myndbanda sem birtast m.a. sem auglýsingar á YouTube. Á kosningatíma eru kostaðar auglýsingar á netinu á íslenskum markaði sérstaklega dýrar af því eftirspurnin er mikil. Hins vegar fæst ekkert upp gefið um hver stendur fyrir þessu og hver borgar fyrir það. Markmiðið er hins vegar skýrt, það er að draga úr kosningaþátttöku. Jafnvel hjá mest yfirvegaðasta og kaldlyndasta rökhyggjufræðingi eru tilfinningar áhrifaríkastar í ákvarðanartöku. Og af öllum tilfinningum er hræðslan sú sem slekkur mest á rökhugsuninni. Þetta vita þeir sem stjórna nafnlausum áróðurssíðum, þeir markaðsetja lygar byggðar á ótta. Eini tilgangur þeirra er að sá efa í hugum lesanda, sverta og draga úr von. Markmiðið er ávallt hið sama, að draga úr tiltrú á lýðræðið og fá fólk til að hætta að nenna á kjörstað. Við Píratar höfum lengi við verið helsta skotmark vel fjármagnaðra og nafnlausra hræðslumiðlara. Við getum alveg umborið það. En nú er svo komið að fókusinn er færður frá okkur yfir á aðra stjórnmálaflokka. Okkur þykir það ekkert minna ljótt að sjá, það er sama hver verður fyrir þessu því prinsippin eru þau sömu. Þessi tegund af stjórnmálum er ógeðfelld. Hún hefur að markmiði að skrumskæla raunveruleikann og hræða. Það er hvorki uppbyggilegt né eðlilegt, heldur dregur það úr getu fólks til að taka upplýstar ákvarðanir. Það er líka gríðarlega alvarlegt mál að þarna er verið að víkja sér undan þeirri ábyrgð að standa fyrir máli sínu með því að gera þetta í skjóli nafnleysis. Nafnleysi getur verið fínt fyrir almennan borgara sem vill vekja athygli á viðkvæmu málefni án þess að yfirvöld veitist að honum, en er ekki viðeigandi fyrir herferðir með miklu fjármagni. Sú staðreynd að fjármagnið er nafnlaust vekur spurningar um hvort þetta er yfir höfuð löglegt? Það er hið minnsta siðlaust að dæla svona peningum í kosningaáróður án þess að þurfa að svara fyrir það gagnvart samfélaginu. Við höfum hér lög um þök á styrkjum til stjórnmálaflokka og rekjanleika þeirra til að vernda lýðræðið og draga úr áhrifamætti peninga gagnvart því. Þessi skrímslaáróður gengur gegn íslenskum gildum, hann er tilraun til að færa íslensk stjórnmál niður á ömurlegt plan. Allir flokkar ættu því að berjast gegn honum af fullum krafti og sverja hann af sér. Skiptir þar engu hvaða flokkar eru teknir fyrir með þessum hætti. Stjórnmálaflokkar sem sækjast eftir trausti almennings, eiga að taka höndum saman og sjá til þess að grundvöllurinn er byggður á heiðarleika, ekki lygum hræðslu og ótta. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra flokka að taka fyrir þennan sjúkleika. Við þurfum að taka þetta alvarlega, þetta er árás á undirstöðu samfélagsins. Við leggjum því til að allir stjórnmálaflokkar og lýðræðissinnar beiti sér gegn hræðslunni. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík Hákon Helgi Leifsson, frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun