Öflugur útflutningur skiptir okkur öll máli Helga Árnadóttir skrifar 26. október 2017 07:00 Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Árnadóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum rík af náttúruauðlindum. Þær höfum við nýtt til að búa til eftirsóttar vörur og þjónustu sem hefur staðist samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna höfum við efnast og lífskjör okkar hafa stórbatnað á aðeins nokkrum áratugum. Fyrir nokkru efldist útflutningur okkar svo um munaði þegar ferðaþjónustan bættist í hóp öflugra útflutningsatvinnugreina eins og sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar. Á besta tíma tók ferðaþjónustunni að vaxa ásmegin og efldist svo eftir var tekið. Nú er svo komið að útflutningstekjur okkar eru loksins orðnar hlutfallslega miklar í alþjóðlegum samanburði eða um 49% af landsframleiðslu. Enda eins gott, eyríki eins og Ísland á mjög mikið undir utanríkisviðskiptum. Gjaldeyrissköpun útflutningsatvinnugreinanna stendur nú undir innlendri neyslu og gott betur en það. Því hefur ekki verið þörf á erlendri skuldasöfnun eins og því miður við höfum þurft að reyna áður með tilheyrandi viðskiptahalla og skertum lífskjörum. Þessi þróun hefur skilað sér til allra. Atvinnuleysi er nánast horfið og það sem meira er, kaupmáttaraukningin hefur orðið gríðarleg eða um 14 sinnum meiri en að meðaltali í Evrópuríkjunum á síðasta ári. Mikilvægi útflutningsgreina fyrir þjóðarbúið er óumdeilt. Sem dæmi má nefna að áætlað er að um 50% af hagvexti síðustu ára megi rekja beint og óbeint til ferðaþjónustunnar. Til að tryggja að útflutningsgreinar vaxi og dafni er lykilatriði að tryggja samkeppnisstöðu þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega útflutningsatvinnugrein, salan fer fram erlendis, þar sem hún er í samkeppni við aðra áfangastaði, þó svo að afhending þjónustunnar fari fram á Íslandi. Nú eru blikur á lofti, samkeppnishæfni fer versnandi og rekstrarskilyrði á Íslandi erfið og óljós. Til þess að varðveita góða stöðu þarf útflutningur okkar að aukast til að byggja undir hagvöxt framtíðarinnar. Tækifæri til vaxtar eru svo sannarlega til staðar innan ferðaþjónustunnar. En til að svo geti orðið þarf að hlúa að greininni af fullri alvöru. Það þarf að fjárfesta í innviðum greinarinnar, tryggja sjálfbærni, stöðugleika og sýn til langrar framtíðar. Að tryggja sterka stöðu útflutningsgreina verður að vera í forgangi hjá nýrri ríkisstjórn. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun