Bónus hefur keyrt niður vöruverð eftir komu Costco Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Bónus hefur greinilega lækkað vöruverð sitt töluvert á fjölda vörutegunda frá opnun Costco. vísir/eyþór Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni. Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Fleiri vörur hafa lækkað í verði hjá Bónus en Costco á undanförnum mánuðum samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Fréttablaðið skoðaði verð á fimmtán völdum vörum úr verðlagsathugunum ASÍ 5. september síðastliðinn annars vegar og 3. júlí hins vegar og kannaði verð þeirra í versluninni í gær. Fimm vörur af þessum fimmtán hafa lækkað umtalsvert í verði hjá Bónus á tímabilinu þar sem mesta lækkunin nemur 50%. Í sömu athugun Fréttablaðsins hjá Costco í síðustu viku höfðu aðeins tvær vörur lækkað í verði. Verð á sex vörum hafði haldist óbreytt hjá Bónus allt tímabilið og fjórar höfðu hækkað í verði, þar sem mesta hækkunin nemur 9,4%. Níu vörur höfðu hækkað hjá Costco á sama tímabili, mest um 26%. Í heildina eru 8 vörur í matarkörfu Fréttablaðsins ódýrari hjá Costco í dag en Bónus er ódýrari í 7 tilfellum. Í þeim tilfellum þar sem verðið í Bónus er lægra munar þó mun meira í krónum talið á verslununum tveimur en í þeim tilfellum þegar Costco er ódýrara. Mesta lækkunin hjá Bónus á tímabilinu er, líkt og hjá Costco, á 500 g dós af hreinu MS skyri, sem kostaði 456 krónur í verðkönnun ASÍ 4. júlí síðastliðinn en kostar nú 229 krónur. Ódýrasta kílóverðið af rauðum eplum hefur lækkað um 36% og kílóverðið af banönum 9,6%. Mesta verðhækkunin hjá Bónus er á kílóverði eggaldina sem hækkað hafa úr 529 krónum í 579 krónur, eða um 9,4%. Aðferðarfræðin var sú sama og verðathugun Fréttablaðsins hjá Costco sem birtist í blaðinu síðastliðinn fimmtudag þar sem, líkt og gert er í Verðlagseftirliti ASÍ, skráð er niður hilluverð vöru. Það er verðið sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Könnunin var gerð 3. nóvember í verslun Bónus í Kringlunni. Af þessum samanburði má ráða að Bónus hafi brugðist við komu Costco, sem opnaði í lok maí síðastliðnum, með því að lækka verð sín töluvert, þar sem því var við komið. Hafa ber einnig í huga að sölueiningar Costco er í mörgum tilfellum óhagstæðari. Sem dæmi má nefna þá kemur ódýrasta kílóeiningin af sykri hjá Costco aðeins í fimmtán eins kílóa pakkningum og ódýrasta lítraeiningin Filippo Berio ólífuolíu í fimm lítra brúsum. Ljóst er að flestum heimilum duga minni einingar þegar verðmunurinn er ekki meiri en raun ber vitni.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Matarkarfan í Costco hækkað verulega á fáeinum mánuðum Verðathugun Fréttablaðsins sýnir að níu af fimmtán völdum vörum úr Verðlagseftirliti ASÍ hafa hækkað töluvert í verði hjá Costco undanfarið. 3. nóvember 2017 06:30