Réttindi farþega margvísleg ef til verkfalls kemur Þórdís Valsdóttir skrifar 16. desember 2017 10:45 Áætlað er að verkfall flugvirkja muni hafa áhrif á ferðir 10 þúsund farþega á dag. Vísir/sigurjón Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls klukkan 6 á morgun, sunnudag, ef ekki tekst að semja í dag. Samninganefndin fundaði fram á kvöld í gær og voru menn bjartsýnir á að sáttir næðust. Fundir hefjast aftur klukkan 13 í dag. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Ef til verkfallsins kemur er áætlað að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum á dag. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. „Það er alltaf einhver grunnþjónusta sem farþegar eiga rétt á frá flugrekanda og reglurnar eru bundnar í Evrópureglugerð,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu. Reglugerðin kveður á um máltíðir, hótelgistingu og símtöl í boði flugfélagsins. „Ef það verður töf á flugi sem er þrír tímar eða lengri, eða ef því er aflýst, þá eiga farþegar rétt á að fá máltíð eða hressingu í samræmi við lengd á töfinni sem verður, hótelgistingu ef að þannig fer og svo flutning á milli flugvallar og gistiaðstöðu. Svo eru líka ákveðnar reglur um fjarskipti sem farþegum á að standa til boða en það reynir ekki eins mikið á þetta á tímum gervihnattaaldarinnar,“ segir Þórhildur. Samkvæmt reglugerðinni skal farþegum standa til boða að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða bréfsíma eða með tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Þórhildur segir að þó ekki reyni mikið á þessar reglur um fjarskipti þá eigi þessi þjónusta samt sem áður að standa til boða. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst. „Þær geta átt við en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandi getur ekki haft stjorn á þá falla skaðabæturnar alltaf niður. En ef það er starfsfólk flugrekandans sjálfs eins og í þessu tilviki þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður,“ segir Þórhildur en samkvæmt reglugerðinni eru skaðabætur ekki greiddar vegna ástæðna sem flugrekandi ræður ekki við. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans þó verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. „Þetta hefur verið eitthvað sem við höfum ýtt mjög fram að flugrekandi hafi frumkvæði að því að veita farþegunum þessar upplýsingar.“Stefna Icelandair að hjálpa farþegum Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir að ef til verkfallsins kemur fari ákveðið ferli í gang til þess að koma til móts við þá farþega sem fyrir röskuninni verða. „Þetta er í raun þannig að ef það verður breyting á áætlun þá fara í gang þessar ráðstafanir. Enn sem komið er hefur ekkert slíkt verið gert og við bindum enn vonir við að það verði flogið samkvæmt áætlun í fyrramálið,“ segir Guðjón. Guðjón segir að stefna Icelandair sé að gera allt sem hægt er til að aðstoða farþegana og að hann voni að sáttir náist í dag. „Maður vonar það besta og trúir því að ekki þurfi að koma til svona röskunar. Ég held að báðir aðilar stefni að því að ná saman.“ Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Rúmir tveir dagar í verkfall Samningamenn Flugvirkjafélagsins og SA og Icelandair funduðu í dag. 14. desember 2017 19:00 Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar segja flugvirkja boða til verkfalls á eins og hálfs árs fresti með tilheyrandi óvissu 15. desember 2017 15:58 Flugvirkjar bjartsýnir á að samningar náist Fundi Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands lauk um klukkan 21 í Karphúsinu, húsakynnum Ríkissáttasemjara. 15. desember 2017 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls klukkan 6 á morgun, sunnudag, ef ekki tekst að semja í dag. Samninganefndin fundaði fram á kvöld í gær og voru menn bjartsýnir á að sáttir næðust. Fundir hefjast aftur klukkan 13 í dag. Ef til verkfalls kemur og flugum verður aflýst vegna þess þá eiga farþegar rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið samkvæmt Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega. Ef til verkfallsins kemur er áætlað að röskun verði á flugi hjá 10 þúsund farþegum á dag. Þeir farþegar sem verða fyrir röskun á ferðum sínum eiga einnig rétt á annars konar þjónustu af hálfu flugfélagsins. „Það er alltaf einhver grunnþjónusta sem farþegar eiga rétt á frá flugrekanda og reglurnar eru bundnar í Evrópureglugerð,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu. Reglugerðin kveður á um máltíðir, hótelgistingu og símtöl í boði flugfélagsins. „Ef það verður töf á flugi sem er þrír tímar eða lengri, eða ef því er aflýst, þá eiga farþegar rétt á að fá máltíð eða hressingu í samræmi við lengd á töfinni sem verður, hótelgistingu ef að þannig fer og svo flutning á milli flugvallar og gistiaðstöðu. Svo eru líka ákveðnar reglur um fjarskipti sem farþegum á að standa til boða en það reynir ekki eins mikið á þetta á tímum gervihnattaaldarinnar,“ segir Þórhildur. Samkvæmt reglugerðinni skal farþegum standa til boða að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð um fjarrita eða bréfsíma eða með tölvupósti þeim að kostnaðarlausu. Þórhildur segir að þó ekki reyni mikið á þessar reglur um fjarskipti þá eigi þessi þjónusta samt sem áður að standa til boða. Farþegar geta einnig átt rétt á skaðabótum í vissum tilvikum þegar tafir verða eða flugi er aflýst. „Þær geta átt við en það fer eftir því hvers eðlis töfin er. Ef um verkfall þriðja aðila er að ræða sem flugrekandi getur ekki haft stjorn á þá falla skaðabæturnar alltaf niður. En ef það er starfsfólk flugrekandans sjálfs eins og í þessu tilviki þá flokkast það almennt ekki undir óviðráðanlegar aðstæður,“ segir Þórhildur en samkvæmt reglugerðinni eru skaðabætur ekki greiddar vegna ástæðna sem flugrekandi ræður ekki við. Þó getur verkfall starfsmanna flugrekandans þó verið undanskilið skaðabótaskyldu ef það var boðað með góðum fyrirvara. Þórhildur bendir einnig á að flugfélaginu ber skylda til að veita farþegum skriflegar upplýsingar um réttindi sín. „Þetta hefur verið eitthvað sem við höfum ýtt mjög fram að flugrekandi hafi frumkvæði að því að veita farþegunum þessar upplýsingar.“Stefna Icelandair að hjálpa farþegum Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir að ef til verkfallsins kemur fari ákveðið ferli í gang til þess að koma til móts við þá farþega sem fyrir röskuninni verða. „Þetta er í raun þannig að ef það verður breyting á áætlun þá fara í gang þessar ráðstafanir. Enn sem komið er hefur ekkert slíkt verið gert og við bindum enn vonir við að það verði flogið samkvæmt áætlun í fyrramálið,“ segir Guðjón. Guðjón segir að stefna Icelandair sé að gera allt sem hægt er til að aðstoða farþegana og að hann voni að sáttir náist í dag. „Maður vonar það besta og trúir því að ekki þurfi að koma til svona röskunar. Ég held að báðir aðilar stefni að því að ná saman.“
Fréttir af flugi Kjaramál Samgöngur Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00 Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23 Rúmir tveir dagar í verkfall Samningamenn Flugvirkjafélagsins og SA og Icelandair funduðu í dag. 14. desember 2017 19:00 Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar segja flugvirkja boða til verkfalls á eins og hálfs árs fresti með tilheyrandi óvissu 15. desember 2017 15:58 Flugvirkjar bjartsýnir á að samningar náist Fundi Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands lauk um klukkan 21 í Karphúsinu, húsakynnum Ríkissáttasemjara. 15. desember 2017 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kröfur flugvirkja margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar. 15. desember 2017 07:00
Útilokar lög á verkfall flugvirkja Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfur flugvirkja óraunhæfar en samgönguráðherra útilokar lög á fyrirhugað verkfall. 13. desember 2017 14:23
Rúmir tveir dagar í verkfall Samningamenn Flugvirkjafélagsins og SA og Icelandair funduðu í dag. 14. desember 2017 19:00
Segja röskun verða á flugi 10 þúsund farþega komi til verkfalls flugvirkja Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar segja flugvirkja boða til verkfalls á eins og hálfs árs fresti með tilheyrandi óvissu 15. desember 2017 15:58
Flugvirkjar bjartsýnir á að samningar náist Fundi Samtaka atvinnulífsins, Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands lauk um klukkan 21 í Karphúsinu, húsakynnum Ríkissáttasemjara. 15. desember 2017 21:20