Leiðtogakjör í Suður-Afríku í skugga þráláts orðróms um atkvæðakaup Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2017 14:32 Nkosazana Dlamini-Zuma og Cyril Ramaphosa ræða saman. Myndin er tekin árið 2015. Vísir/AFP Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News Suður-Afríka Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Nýr leiðtogi suður-afríska stjórnarflokksins ANC verður valinn á flokksþingi flokksins á laugardag þar sem baráttan stendur milli varaforsetans Cyril Ramaphosa og Nkosazana Dlamini-Zuma, fyrrverandi utanríkisráðherra og framkvæmdastjóra Afríkusambandsins og fyrrverandi eiginkonu Jacob Zuma forseta. Fullvíst er talið að nýr leiðtogi flokksins muni taka við forsetaembættinu af Zuma eftir kosningarnar sem fram fara árið 2019. Zuma hefur þá setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Í frétt Financial Times segir að Ramaphosa hafi lýst yfir áhyggjum af því að atkvæðakaup séu „nýr sjúkdómur“ sem herji á flokkinn, en ótal spillingarmál hafa fylgt Zuma og nánustu samstarfsmönnum hans á síðustu árum.Mútur „Menn nálgast fólk með helling af peningum, sumir með milli 50 þúsund og 100 þúsund rand [milli 400 þúsund og 800 þúsund krónur] á hvern fulltrúa,“ sagði Ramaphosa í samtali við suður-afríska útvarpsstöð í síðustu viku. Hinn 75 ára Zuma, sem tók við forsetaembættinu árið 2009, og nánustu samstarfsmenn hans hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við Dlamini-Zuma í leiðtogakjörinu. Fikile Mbalula, ráðherra löggæslumála, segir að lögregla hafi í síðustu viku gert upptæk 2,5 milljónir rand sem ætluð voru til atkvæðakaupa. Rúmlega fimm þúsund flokksmenn munu um helgina velja nýja flokksforystu. Nýr leiðtogi mun þá stýra stjórnmálaflokknum sem hefur verið allsráðandi í suður-afrískum stjórnmálum um árabil.Gæti stöðvað rannsókn á hendur Zuma Hin 68 ára Dlamini-Zuma hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á síðustu árum, meðal annars utanríkisráðherra, auk þess að hún var framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á árunum 2012 til 2017. Hún og Zuma forseti eiga saman fjögur börn og fari svo að hún verði kjörin kann hún að hafa áhrif á framgang mögulegra sakamálarannsókna vegna spillingarmála tengdum Zuma.Einn auðugasti maður Suður-Afríku Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseti landsins. Fréttaskýrendur segja að nú þegar flokksfélög hafa tilnefnt fulltrúa á flokksþingið þykir líklegt að Ramaphosa muni bera sigur úr býtum. Fulltrúarnir sem valdir eru á þingið eru hins vegar ekki bundnir af skoðunum flokksfélaga og er óttast að atkvæðakaup kunni að verða til þess að Dlamini-Zuma muni hafa betur þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum.Graphic News
Suður-Afríka Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira