Öll í strætó Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 4. janúar 2018 07:00 Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig mjög að nú á nýju ári skuli Strætó BS taka mörg mikilvæg skref að bættri þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ég er meðal annars að tala um lengri þjónustutíma, næturstrætó, enga sumaráætlun, aukna tíðni og aðgengi fleira fólks að þjónustunni. Við þurfum öflugt almenningssamgöngukerfi til að ekki verði gengið á umhverfisgæði íbúa á höfuðborgarsvæðinu þótt íbúum fjölgi og mikilvægur þáttur í því er að koma í veg fyrir að bílum fjölgi í sama hlutfalli. Fyrirhuguð Borgarlína gegnir þar lykilhlutverki en henni er ætlað að tengja kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Strætó mun þó áfram gegna veigamiklu hlutverki til að almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur. Framtíðarsýn Strætó er að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með Strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl. Sem skref í átt að þessari framtíðarsýn aukum við þjónustu Strætó og innleiðum breytingar á leiðakerfi, lengjum þjónustutímann og aukum tíðni um leið og við stækkum þjónustusvæði Strætó. Leið 6 mun aka að Egilshöll í Grafarvogi á 10 mínútna tíðni á annatímum eins og leið 1 hefur nú gert í rúmt ár með góðum árangri. Þjónustutími verður lengdur til klukkan 1 eftir miðnætti á leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 15 og 18 og í akstursþjónustu fatlaðra. Næturakstur hefst til reynslu í eitt ár þannig að sex leiðir verða eknar á um klukkutíma fresti frá klukkan 01.00 til 04.30 úr miðbæ Reykjavíkur aðfaranætur laugar- og sunnudaga. Við munum fylgjast með notkun og árangri þessara breytinga enda er meginhlutverk Strætó BS að nýta það fé sem sveitarfélög og ríki fjárfesta í þjónustunni sem allra best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Örar breytingar á þjónustu almenningssamgangna eru ekki ákjósanlegar og það gleður okkur því að geta tilkynnt að 2018 verður engin sérstök þjónustuskerðing yfir sumartímann eins og síðastliðin ár. Það er von mín að þessar breytingar geri fleiri íbúum kleift að koma með í Strætó, það er upplagt áramótaheit. Höfundur er stjórnarformaður Strætó, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun