Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. janúar 2018 08:08 67-69 ára eru eldri borgarar alls staðar nema í strætó Vísir/anton Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira