Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot Vilborg Oddsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og eru upphæðir mjög mismunandi, án sýnilegs rökstuðnings. Árið 2017 greiddi Reykjavík hæstu upphæðina, allt að 184.833 kr. á mánuði til einstaklings 18 ára og eldri. Önnur sveitarfélög greiddu minna og gat munað tugum þúsunda á milli sveitarfélaga, jafnvel hjá sveitarfélögum sem mynduðu saman eitt félagsþjónustusvæði. Í reglum sveitarfélaganna er fjárhagsaðstoðin ekki einstaklingsbundin þegar kemur að hjónum og sambúðarfólki og tekjur maka skerða harkalega rétt til fjárhagsaðstoðar. Stuðningur við fjölskyldu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun er einnig mjög mismunandi, hvort sem um er að ræða upphæðir eða hvað er talið til tekna. Sama má segja um frístundastyrk sem getur skipt verulegu máli fyrir þátttöku barna í frístundum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Erfitt er að sjá hvernig þetta getur staðist ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem kveðið er á um að ekki má mismuna fólki og að öllum skal tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna m.a. örbirgðar. Í svokölluðum öryrkjadómum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að einstaklingur, sem þess þarf, skuli eiga beinan og raunhæfan rétt til aðstoðar frá ríkinu og að sá réttur nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Alþingi ber að setja lög sem tryggja öllum lágmarksrétt. Ekki er ásættanlegt að vísa ábyrgðinni á sveitarfélög. Því er það miður að í frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú liggur fyrir Alþingi skuli ekki vera skýr ákvæði um lágmarksframfærslu. EAPN á Íslandi skorar því á velferðarnefnd Alþingis að leggja til nauðsynlegar breytingar svo að mannréttindi fólks sem býr við fátækt og félagslega einangrun verði tryggð á Íslandi.Höfundur er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og eru upphæðir mjög mismunandi, án sýnilegs rökstuðnings. Árið 2017 greiddi Reykjavík hæstu upphæðina, allt að 184.833 kr. á mánuði til einstaklings 18 ára og eldri. Önnur sveitarfélög greiddu minna og gat munað tugum þúsunda á milli sveitarfélaga, jafnvel hjá sveitarfélögum sem mynduðu saman eitt félagsþjónustusvæði. Í reglum sveitarfélaganna er fjárhagsaðstoðin ekki einstaklingsbundin þegar kemur að hjónum og sambúðarfólki og tekjur maka skerða harkalega rétt til fjárhagsaðstoðar. Stuðningur við fjölskyldu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun er einnig mjög mismunandi, hvort sem um er að ræða upphæðir eða hvað er talið til tekna. Sama má segja um frístundastyrk sem getur skipt verulegu máli fyrir þátttöku barna í frístundum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Erfitt er að sjá hvernig þetta getur staðist ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem kveðið er á um að ekki má mismuna fólki og að öllum skal tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna m.a. örbirgðar. Í svokölluðum öryrkjadómum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að einstaklingur, sem þess þarf, skuli eiga beinan og raunhæfan rétt til aðstoðar frá ríkinu og að sá réttur nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Alþingi ber að setja lög sem tryggja öllum lágmarksrétt. Ekki er ásættanlegt að vísa ábyrgðinni á sveitarfélög. Því er það miður að í frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú liggur fyrir Alþingi skuli ekki vera skýr ákvæði um lágmarksframfærslu. EAPN á Íslandi skorar því á velferðarnefnd Alþingis að leggja til nauðsynlegar breytingar svo að mannréttindi fólks sem býr við fátækt og félagslega einangrun verði tryggð á Íslandi.Höfundur er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar