Falleinkunn Magnús Guðmundsson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skólamála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brottfallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi. Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi. Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Samfélaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna. Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar samfélagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmöguleika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis. Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glórulaus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum því minni en ella. Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofnunar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nemenda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt. Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist uppteknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag. En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar