Gylfi Þór veitti föður sínum ekki umboð til þess að kaupa fiskiskip Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 11:15 Gylfi fagnar marki sem hann skoraði gegn Crystal Palace í nóvember. Vísir / Getty Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna. Gylfi Þór settist í stjórn félagsins árið 2011 en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson, stýrir daglegum rekstri þess. Útgerðarfélagið hefur aukið nokkuð umsvif sínum á undanförnum árum með kaupum á aflaheimildum og fiskiskipum. Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun árs 2013 að Gylfi Þór hefði – í gegnum félagið – komið með 38 milljónir króna til landsins að tilstuðlan fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands. Í umræddu máli krafðist félagið Hafsæll þess að Blikabergi yrði gert að greiða Hafsæli kaupverð samkvæmt kaupsamningi frá því í nóvember árið 2015 um fiskiskipið Björgu Hallvarðsdóttur, alls 30,5 milljónir króna, en deilt var um hvort kaupsamningur hefði komist á milli félaganna. Lögmaður Blikabergs hélt því fram fyrir dómi að Sigurður, sem hafði skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd félagsins, hefði ekki haft heimild til þess að skuldbinda félagið. Héraðsdómur féllst ekki á það og dæmdi Blikaberg til þess að greiða kaupverð skipsins. Hæstiréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og sýknaði Blikaberg. Benti rétturinn meðal annars á að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Gylfi Þór, sem eini stjórnarmaður Blikabergs, hefði falið Sigurði að annast kaupin eða veitt honum fyrir fram eða eftir á umboð til þess. Þá hefðu kaupin ekki heldur fallið innan prókúruumboðs hans. Sigurður hefði þannig ekki mátt skuldbinda Blikaberg með undirritun kaupsamningsins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna. Gylfi Þór settist í stjórn félagsins árið 2011 en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson, stýrir daglegum rekstri þess. Útgerðarfélagið hefur aukið nokkuð umsvif sínum á undanförnum árum með kaupum á aflaheimildum og fiskiskipum. Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun árs 2013 að Gylfi Þór hefði – í gegnum félagið – komið með 38 milljónir króna til landsins að tilstuðlan fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands. Í umræddu máli krafðist félagið Hafsæll þess að Blikabergi yrði gert að greiða Hafsæli kaupverð samkvæmt kaupsamningi frá því í nóvember árið 2015 um fiskiskipið Björgu Hallvarðsdóttur, alls 30,5 milljónir króna, en deilt var um hvort kaupsamningur hefði komist á milli félaganna. Lögmaður Blikabergs hélt því fram fyrir dómi að Sigurður, sem hafði skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd félagsins, hefði ekki haft heimild til þess að skuldbinda félagið. Héraðsdómur féllst ekki á það og dæmdi Blikaberg til þess að greiða kaupverð skipsins. Hæstiréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og sýknaði Blikaberg. Benti rétturinn meðal annars á að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Gylfi Þór, sem eini stjórnarmaður Blikabergs, hefði falið Sigurði að annast kaupin eða veitt honum fyrir fram eða eftir á umboð til þess. Þá hefðu kaupin ekki heldur fallið innan prókúruumboðs hans. Sigurður hefði þannig ekki mátt skuldbinda Blikaberg með undirritun kaupsamningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57