Bandaríkjastjórn leyfir innflutning á veiðiminjagripum úr fílum þvert á loforð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 11:55 Bandarísk stjórnvöld vilja að þarlendir sportveiðimenn geti flutt inn gripi eins og fílabein frá rándýrum veiðiferðum til Afríku. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna. Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leyft innflutning á fílabeini og öðrum veiðiminjagripum úr fílum. Trump hafði virst snúa við ákvörðun þessa efnis í fyrra eftir harða gagnrýni. Þá sagði hann að erfitt yrði fyrir nokkurn um að fá hann til að skipta um skoðun. Upphaflega ætlaði innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna að afnema bann við innflutningi á gripum úr fílum frá Simbabve og Sambíu í nóvember. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom banninu á til að verja fílana sem eru í útrýmingarhættu. Áformin vöktu talsverða reiði. Svo mikla að Trump og ráðuneytið bökkuðu og ákváðu að fresta afnámi bannsins þar til málið hefði verið skoðað frekar. Trump lýsti fílaveiðunum meðal annars sem „hryllingssýningu“. Þá höfðu myndir birst af eldri syni forsetans með hala dauðs fíls í veiðiferð í Simbabve árið 2011.Ákvörðunin farið hljóttWashington Post greinir frá því að ráðuneytið hafi leyft innflutninginn með ákvörðun 1. mars sem hefur farið hljótt. Samkvæmt henni geta veiðimenn fengið leyfi til að flytja inn veiðiminjagripi. Afstaða sé tekin til hvers máls fyrir sig. Veiðiþjófnaður, eftirspurn eftir fílabeini og tap búsvæða hefur valdið því að afrískum fílum hefur fækkað úr um fimm milljónum fyrir hundrað árum niður í aðeins 400.000. Skoðun bandaríska innanríkisráðuneytisins hefur verið sú að hægt væri að selja leyfi til að veiða fílana til að fjármagna verndun þeirra. Bandaríska blaðið segir að fílaveiðiferðir séu ekki á færi venjulegra Bandaríkjamanna. Ferðirnar kosti um 50.000 dollara, jafnvirði um fimm milljóna króna.
Bandaríkin Donald Trump Dýr Sambía Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira