Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2018 21:30 Fyrir utan liggur togarinn Málmey. Inni á rannsóknarstofunni er verið að vinna fæðubótarefni úr sjávarafla. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fimmtíu manna samfélag háskólamanna hefur myndast í vísindagörðum á Sauðárkróki þar sem líftækni er notuð til að vinna fæðubótarefni úr fiskafurðum. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. FISK Seafood á Sauðárkróki er með stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Í landi hefur starfsemin þróast út í fleira en hefðbundna fiskvinnslu. Í vinnsluhúsum við bryggjuna má finna skemmtilegt dæmi um nýsköpun í sjávarútvegi.Frá höfninni á Sauðárkróki. Verið - vísindagarðar er í húsunum neðst á myndinni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hér starfa tvö dótturfyrirtæki FISK Seafood, Iceprotein, sem er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki, og Prótís, sem er framleiðslufyrirtæki. Þeim stýrir Hólmfríður Sveinsdóttir, sem er doktor í lífvísindum og næringarfræðingur. Hún segir Prótís vinna fiskprótein fæðubótarefni úr afskurði sem fellur til við vinnslu á þorski. Einnig vinna þau extraktefni úr sæbjúgum. Úr afskurði þorskflaka vinna þau fiskprótein, úr roðinu kollagen og úr beinunum vinna þau steinefni. „Þannig að við erum að nýta í rauninni þorskinn alveg hundrað prósent,“ segir Hólmfríður.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdstjóri Iceprotein og Prótís á Sauðárkróki.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Jafnframt greindi hún frá þróunarverkefni um að nýta sundmaga til vinnslu fæðubótarefna. „Að megninu til er þetta kollagen sem er í sundmaganum,“ segir Hólmfríður. Starfsemin er undir hatti Versins - vísindagarða en þar eru sjö fyrirtæki og stofnanir í nýsköpun. „Þetta er fimmtíu manna vinnustaður, af þeim eru þrjátíu konur, allt saman háskólamenntað fólk,“ segir Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins – vísindagarða.Gísli Svan Einarsson, framkvæmdastjóri Versins - vísindagarða.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta skiptir bara verulegu máli fyrir svona svæði, eins og Skagafjörð, að hafa svona vinnustað, þessi verkefni sem hér eru,“ segir Gísli. -Og þetta heitir líka fiskvinnsla? „Já. Þetta heitir fiskvinnsla. Ég er að vinna í fiski,“ svarar Hólmfríður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30 Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30 Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gamlir skreiðarhjallar öðlast nýtt líf með stórþorskinum Gamlir skreiðarhjallar, sem staðið höfðu ónotaðir árum saman á Sauðárkróki, hafa öðlast líf að nýju, þökk sé óvenju stórum þorski. Svo stórir eru þorskhausarnir að þurrkverksmiðjan ræður ekki við þá. 5. apríl 2018 20:30
Hér sjá róbótar um að gefa kúnum, mjólka þær og hreinsa undan þeim Nýjasta fjós Skagafjarðar kostaði yfir tvöhundruð milljónir króna og gæti verið það fullkomnasta á landinu. Róbótar sjá um að gefa kúnum, mjólka þær og moka flórinn. 8. apríl 2018 21:00
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45
Bjóða ferðamönnum að ganga inn í sýndarheim Örlygsstaðabardaga Gestir bregða sér inn í Örlygsstaðabardaga á Sturlungaöld í sýndarveruleikasetri sem áformað er að opna á Sauðárkróki í haust. 21. mars 2018 20:30
Skagfirðinga dreymir um öflugri Alexandersflugvöll Ráðamenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telja varaflugvöll á Sauðárkróki geta stutt við beint millilandaflug til Akureyrar. Sex mánaða tilraun Ernis til innanlandsflugs á Krókinn stendur fram á vor. 6. apríl 2018 20:00