Hátt hlutfall háskólanema skilgreinir sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2018 11:21 Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað. Skóla - og menntamál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Íslenskir háskólanemar eru ánægðir með gæði kennslu, skipulag náms og námsaðstöðu en þeir vinna mikið í samanburði við aðra háskólanemendur samkvæmt nýrri samevrópskri könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. EUROSTUDENT er samanburðarkönnun á högum um 320.000 háskólanema í 28 löndum á evrópska háskólasvæðinu Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í könnuninni og mögulegt er að nálgast upplýsingar um hagi, efnahag, hindranir, aðgengi og fjölskylduaðstæður íslenskra háskólanema og bera þær saman við upplýsingar um nemendur annars staðar í Evrópu. Könnunin náði til háskólanema í grunn- og meistaranámi við alla háskóla á Íslandi og er byggð á ítarlegum svörum tæplega 2.000 þátttakenda. Íslenski hluti könnunarinnar var unnin af mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Maskína annaðist framkvæmd verkefnisins hér á landi. Það vekur athygli að hlutfall nemenda á Íslandi sem skilgreina sig með með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsufarsvandamál var 39 prósent svarenda í þessari könnun. Þetta er með því mesta sem gerist í EUROSTUDENT löndunum þar sem meðaltalið er 18 prósent og mun hærra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 25 prósent. Konur glíma aðallega við andleg veikindi en karlar við sértæka námsörðugleika. Athygli vekur að 15 prósent íslenskra svarenda glíma við andleg veikindi en meðaltalið er 4 prósent í EUROSTUDENT löndunumþ Þá segjast 18 prósent íslenskra svarenda vera með sértæka námsörðugleika en meðaltal EUROSTUDENT landanna er aðeins þrjú prósent. Einungis 26 prósent þeirra sem skilgreindu sig með fötlun, hömlun eða langvarandi heilsubrest í könnuninni töldu hana hafa mikil áhrif á námið. Nemendur ánægðir með gæði kennslu Niðurstöður könnunarinnar sýna meðal annars að meðalaldur íslenskra háskólanema er hærri en á Norðurlöndunum og í öðrum EUROSTUDENT löndum. Einnig átti ekkert annað þátttökuland er með jafn hátt hlutfall nemenda yfir þrítugu. Samkvæmt niðurstöðunum var meðalaldurinn háskólanema hér á landi 29,7 ár en 27,8 ár á Norðurlöndunum og 25 í öðrum könnunarlöndum EUROSTUDENT. Þriðjungur svarenda á Íslandi átti eitt barn eða fleiri, sem er hæsta hlutfall meðal þáttökulandanna og 41,2 prósent af yngstu börnum háskólanema á Íslandi eru undir þriggja ára aldri. Konur eru meirihluti háskólanema hér á landi. Háskólanemar á Íslandi vinna mikið og telja fjárhagsstöðu sína erfiða samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þeir verja samkvæmt könnuninni meira en 50 stundum á viku í launaða vinnu og nám, meira en í nokkru öðru landi. Mestu munar þar um sjálfstætt nám utan stundatöflu, en nemar á Íslandi verja miklum tíma í sjálfstætt nám, þótt skipulagt nám sé engu minna hér en annars staðar. Háskólanemar á Íslandi vildu þó geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Þótt ráðstöfunartekjur íslenskra háskólanema séu yfir meðaltali EUROSTUDENT landanna er húsnæðiskostnaður hár og tveir af hverjum þremur sem reiða sig á námslán hafa áhyggjur af fjárhag sínum. Meirihluti háskólanema í íslensku könnuninni segist vera ánægður með skipulag og stundatöflu námsins, námsaðstöðu og gæði kennslunnar og er það mun meiri ánægja en hjá nemendum í EUROSTUDENT löndunum. Íslenskir háskólanemar eru sérstaklega ánægðir með nemendagarða, bæði hvað varðar staðsetningu og aðbúnað.
Skóla - og menntamál Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira