Dani sá fyrsti sem er dæmdur fyrir falsfréttir í Malasíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 08:41 Sulaiman sakaði lögreglu um að vera óeðlilega lengi á staðinn þegar Faid al-Batsh, palestínskur fyrirlesari, var skotinn til bana í Kúala Lúmpúr 21. apríl. Vísir/AFP Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra. Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Dómstóll í Malasíu sakfelldi mann í fyrsta skipti á grundvelli nýrra laga gegn svonefndum falsfréttum í dag. Danskur maður sem birti myndband á samfélagsmiðli með því sem var sagt ónákvæmri gagnrýni á lögreglu var dæmdur í mánaðarfangelsi. Salah Salem Saleh Sulaiman, Dani af jemenskum uppruna á fimmtugsaldri, birti myndband á Youtube þar sem hann fullyrti að það hefði tekið lögreglu fimmtíu mínútur að koma á staðinn þegar palestínskur fyrirlesari var skotinn til bana um þarsíðustu helgi. Lögreglan sagðist hins vegar aðeins hafa verið átta mínútur á leiðinni. Sulaiman, sem er 46 ára gamall, var því ákærður fyrir að hafa „birt falsfréttir með myndbandi á Youtube með illum ásetningi“. Sulaiman lýsti sig sekan en hann hafði engan verjanda við réttarhöldin í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann segist hafa birt myndbandið í bræði og hann hafi ekki ætlað sér að valda neinum skaða. Baðst hann afsökunar á framferði sínu.Allt að sex ára fangelsi liggur við dreifingu falsfrétta Samkvæmt nýju lögunum er hægt að dæma fólk í allt að sex ára fangelsi fyrir að bera út falsfréttir. Malasískt fjölmiðlafyrirtæki hefur höfðað mál og fullyrðir að lögin stangist á við stjórnarskrá. Fleiri ríki í Suðaustur-Asíu eins og Singapúr og Filippseyjar íhuga nú að taka upp sambærilega löggjöf. Sulaiman var dæmdur til að greiða sekt en hann kaus hins vegar frekar að afplána mánaðarfangelsisvist þar sem hann gat ekki greitt sektina. Falsfréttir hafa verið til mikillar umfjöllunar undanfarið, ekki síst eftir miklar áróðursherferðir sem voru háðar í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar árið 2016 og Brexit-þjóðaratkvæðisgreiðsluna í Bretlandi. Þá báru fjöldi vafasamra vefsíðna og svonefndra botta út lygar og hálfsannleik í stórum stíl. Síðan hefur hugtakið orðið að nokkurs konar formælingu á neikvæðum fréttum í meðförum Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Valdboðssinnar í fleiri ríkjum hafa í auknum mæli tekið upp orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og gagnrýninni umfjöllun þeirra.
Danmörk Filippseyjar Malasía Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira