Hundi frá Litháen vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 10:50 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Anton Brink. Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda. Dýr Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda.
Dýr Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira