Náttúrulaus umræða í boði Vesturverks Tómas Guðbjartsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með umræðunni um Hvalárvirkjun á Ströndum undanfarnar vikur í aðdraganda kosninga. Minnsta sveitarfélag landsins er klofið í herðar niður og þrír af fimm fulltrúum sveitarstjórnar Árneshrepps, með sveitarstjórann í broddi fylkingar, leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd. Hjólin eru smurð með margvíslegum stuðningi og loforðum framkvæmdaaðilans Vesturverks, sem meðal annars hefur greitt lögfræðireikninga sveitarstjórnar og reikninga ótengda framkvæmdinni, líkt og komið hefur fram undanfarið. Hvar eru raddir þeirra Vestfirð- inga sem vilja staldra við og leyfa náttúrunni að njóta vafans? Þessar raddir eru til, það veit ég vel eftir fjölmargar heimsóknir mínar á Vestfirði í gegnum árin. Nýverið stóð ég fyrir fjölsóttum fyrirlestri á Ísafirði um ósnortin víðerni. Þeir ráðamenn vestfirskir sem mest hafa gagnrýnt viðhorf náttúruverndarsinna mættu ekki á fundinn. Nokkrum dögum síðar fjölmenntu þeir hins vegar á málþing á vegum Vesturverks á Ísafirði. Ég hef síðan reynt að fá ýmsa aðila fyrir vestan til að skipuleggja annað málþing sem væri opið öllum og þar sem fleiri viðhorf gætu komið fram. Enginn hefur sýnt þessu erindi mínu áhuga, nema Vestfjarðastofa sem vill þó aðeins halda málþingið eftir kosningar! Tíminn til að ræða svo umfangsmikla og umdeilda framkvæmd er hins vegar einmitt fyrir kosningar. Það er vert að íhuga af hverju raddir þeirra sem vilja vernda ósnortnu víðernin upp af Ófeigsfirði hafa ekki verið meira áberandi á Vestfjörðum. Þessi víðerni eru við þröskuld mestu náttúrugersema Vestfjarða, Drangaskarða og friðlandsins á Hornströndum. Gæti skýringin verið sú að valdamiklir aðilar innan kjördæmisins vilja stýra umræðunni? Nýlega sendi Vesturverk snotran bækling inn á öll heimili á Vestfjörðum. Þar eru kostir virkjunar tíundaðir með aðaláherslu á aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Aukið rafmagnsöryggi er vissulega brýnt úrlausnarefni fyrir Vestfirðinga en Hvalárvirkjun mun ekki leysa þann vanda. Lítið er rætt um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum, sem lengi vel var ein helsta röksemdin með virkjun, en þau rök virðast nú hafa misst vægi – enda ekkert fast í hendi um framkvæmd slíkrar hringtengingar.Drynjandi sl. sumar og tölvugerð mynd eins og ætla má að fossinn líti út eftir virkjun Hvalár. Fólkið efst á myndinni sýnir stærð fossins og árgljúfursins.Tómas GuðbjartssonSama á við um fjölda langtímastarfa við virkjunina sem talsvert var gert úr um hríð en verða líklega engin. Loforð um aukið afhendingaröryggi rafmagns og aukna atvinnu fyrir Vestfirðinga eru því orðin tóm. Í sama bæklingi lofar Vesturverk að verði af virkjun muni þeir sjá um að klæða skólahúsið í Árneshreppi og leggja hitaveitu og þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð. Enn dapurlegra er þó fyrirheit verktakans um að opna fyrir rennsli í Hvalá yfir hásumarið þannig að ferðamenn geti notið fossins Drynjanda með fullu vatnsrennsli, en verði af virkjun verður rennsli í honum að jafnaði aðeins 5% af meðalrennsli. Drynjandi er einn af fimm fossum á þessu svæði sem eru ómetanlegir og á heimsmælikvarða. Nafn sitt dregur fossinn af drununum sem myndast þegar vatnið fellur beljandi niður í næstum 100 metra djúp árgljúfrin sem eru með þeim tilkomumestu á Vestfjörðum. Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur. Ég trúi því ekki að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til stóriðju – enda gæti hann óvirkjaður, ásamt mörgum öðrum fossum á svæðinu, skapað íbúum Árneshrepps og Vestfirðingum öllum ómetanleg verðmæti. Nátt- úran getur nefnilega verið meira virði ósnortin til lengri tíma en virkjuð. Munum af hverju ferðaþjónusta er orðin helsta tekjulind Íslendinga í dag. Veigamestu rökin fyrir verndun svæðisins eru þó að gefa komandi kynslóðum Íslendinga og ferðamanna færi á að njóta þessara einstöku náttúrugersema fremur en að selja þær erlendum auðjöfrum og auðsveipum umboðsmönnum þeirra.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Tengdar fréttir Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36 Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með umræðunni um Hvalárvirkjun á Ströndum undanfarnar vikur í aðdraganda kosninga. Minnsta sveitarfélag landsins er klofið í herðar niður og þrír af fimm fulltrúum sveitarstjórnar Árneshrepps, með sveitarstjórann í broddi fylkingar, leggja allt í sölurnar til að þröngva í gegn umdeildri og óafturkræfri framkvæmd. Hjólin eru smurð með margvíslegum stuðningi og loforðum framkvæmdaaðilans Vesturverks, sem meðal annars hefur greitt lögfræðireikninga sveitarstjórnar og reikninga ótengda framkvæmdinni, líkt og komið hefur fram undanfarið. Hvar eru raddir þeirra Vestfirð- inga sem vilja staldra við og leyfa náttúrunni að njóta vafans? Þessar raddir eru til, það veit ég vel eftir fjölmargar heimsóknir mínar á Vestfirði í gegnum árin. Nýverið stóð ég fyrir fjölsóttum fyrirlestri á Ísafirði um ósnortin víðerni. Þeir ráðamenn vestfirskir sem mest hafa gagnrýnt viðhorf náttúruverndarsinna mættu ekki á fundinn. Nokkrum dögum síðar fjölmenntu þeir hins vegar á málþing á vegum Vesturverks á Ísafirði. Ég hef síðan reynt að fá ýmsa aðila fyrir vestan til að skipuleggja annað málþing sem væri opið öllum og þar sem fleiri viðhorf gætu komið fram. Enginn hefur sýnt þessu erindi mínu áhuga, nema Vestfjarðastofa sem vill þó aðeins halda málþingið eftir kosningar! Tíminn til að ræða svo umfangsmikla og umdeilda framkvæmd er hins vegar einmitt fyrir kosningar. Það er vert að íhuga af hverju raddir þeirra sem vilja vernda ósnortnu víðernin upp af Ófeigsfirði hafa ekki verið meira áberandi á Vestfjörðum. Þessi víðerni eru við þröskuld mestu náttúrugersema Vestfjarða, Drangaskarða og friðlandsins á Hornströndum. Gæti skýringin verið sú að valdamiklir aðilar innan kjördæmisins vilja stýra umræðunni? Nýlega sendi Vesturverk snotran bækling inn á öll heimili á Vestfjörðum. Þar eru kostir virkjunar tíundaðir með aðaláherslu á aukið rafmagnsöryggi á Vestfjörðum. Aukið rafmagnsöryggi er vissulega brýnt úrlausnarefni fyrir Vestfirðinga en Hvalárvirkjun mun ekki leysa þann vanda. Lítið er rætt um hringtengingu rafmagnslína á Vestfjörðum, sem lengi vel var ein helsta röksemdin með virkjun, en þau rök virðast nú hafa misst vægi – enda ekkert fast í hendi um framkvæmd slíkrar hringtengingar.Drynjandi sl. sumar og tölvugerð mynd eins og ætla má að fossinn líti út eftir virkjun Hvalár. Fólkið efst á myndinni sýnir stærð fossins og árgljúfursins.Tómas GuðbjartssonSama á við um fjölda langtímastarfa við virkjunina sem talsvert var gert úr um hríð en verða líklega engin. Loforð um aukið afhendingaröryggi rafmagns og aukna atvinnu fyrir Vestfirðinga eru því orðin tóm. Í sama bæklingi lofar Vesturverk að verði af virkjun muni þeir sjá um að klæða skólahúsið í Árneshreppi og leggja hitaveitu og þriggja fasa rafmagn í Norðurfjörð. Enn dapurlegra er þó fyrirheit verktakans um að opna fyrir rennsli í Hvalá yfir hásumarið þannig að ferðamenn geti notið fossins Drynjanda með fullu vatnsrennsli, en verði af virkjun verður rennsli í honum að jafnaði aðeins 5% af meðalrennsli. Drynjandi er einn af fimm fossum á þessu svæði sem eru ómetanlegir og á heimsmælikvarða. Nafn sitt dregur fossinn af drununum sem myndast þegar vatnið fellur beljandi niður í næstum 100 metra djúp árgljúfrin sem eru með þeim tilkomumestu á Vestfjörðum. Verði af virkjun munu drunurnar hverfa og í stað hvítu ábreiðunnar blasir við veiklulegur strengur. Ég trúi því ekki að Vestfirðingar vilji fórna svona „Gullfossi“ fyrir megavött til stóriðju – enda gæti hann óvirkjaður, ásamt mörgum öðrum fossum á svæðinu, skapað íbúum Árneshrepps og Vestfirðingum öllum ómetanleg verðmæti. Nátt- úran getur nefnilega verið meira virði ósnortin til lengri tíma en virkjuð. Munum af hverju ferðaþjónusta er orðin helsta tekjulind Íslendinga í dag. Veigamestu rökin fyrir verndun svæðisins eru þó að gefa komandi kynslóðum Íslendinga og ferðamanna færi á að njóta þessara einstöku náttúrugersema fremur en að selja þær erlendum auðjöfrum og auðsveipum umboðsmönnum þeirra.Höfundur er læknir
Ellefu lögheimilisskráningar í Árneshrepp felldar niður Ellefu uppfylla ekki skilyrði Þjóðskrár Íslands um að hafa fasta búsetu á Árneshreppi. 18. maí 2018 17:36
Stórar ákvarðanir bíða hreppsnefndar Varaoddvitinn í Árneshreppi þar sem hart er deilt um fyrirhugaða Hvalárvirkjun segir þá sem skráð hafa lögheimili sitt í hreppinn að undanförnu hljóta að hafa gert það til að taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum. Hann viti þó ekki hvað þetta fólk ætli sér að kjósa. 18. maí 2018 06:00
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun