Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Jón Gerald Sullenberger er stofnandi og framkvæmdastjóri Kosts, sem lokaði í fyrra. Vísir/Stefán Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Skiptastjóri í þrotabúi félagsins 12.12.2017, áður Kosts, hefur höfðað mál á hendur félagi í eigu Jóns Geralds Sullenberger, fyrrverandi eiganda matvöruverslunarinnar, til riftunar á allt að 14 milljóna króna greiðslum Kosts til umrædds félags. Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. Skiptastjórinn, Arnar Þór Stefánsson einn eigenda LEX lögmannsstofu, hefur stefnt annars vegar umræddu félagi Jóns, hinu bandaríska Nordica Inc., og krafist riftunar og endurgreiðslu á greiðslunum og hins vegar félaginu og Jóni Geraldi saman og krafist skaðabóta að fjárhæð 13,6 milljónir króna auk vaxta. Í stefnunni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er tekið fram að greiðslurnar hafi verið inntar af hendi bæði á sama degi og eftir að tollstjóri lagði fram beiðni um gjaldþrotaskipti á hendur Kosti. Konráð Jónsson, lögmaður Jóns Geralds og Nordica, segir í samtali við Markaðinn að umbjóðandi hans muni krefjast sýknu af kröfum þrotabúsins. Hann bendir á að þeir hafi nýverið fengið stefnu og gögn í hendur og eigi eftir að skila greinargerð. Þar muni málsástæður stefndu koma fram.Sjá einnig: „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ Konráð nefnir að Nordica hafi verið stærsti birgir Kosts og gefið út reikninga fyrir þeim vörum sem félagið seldi í matvöruversluninni. Um hafi verið að ræða greiðslur á þeim reikningnum. „Að mati umbjóðanda míns var ekkert óeðlilegt við þær greiðslur. Það var ekki nein hugmynd um að það væri komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar þessar greiðslur áttu sér stað í janúar, enda höfðu engar boðanir um slíkt verið birtar umbjóðanda mínum, Jóni Gerald,“ segir Konráð. Aðspurður segist skiptastjórinn lítið vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann staðfestir þó að farið hafi verið fram á riftun og endurgreiðslu á umræddum greiðslum og auk þess skaðabætur úr hendi Jóns Geralds. „Háar fjárhæðir voru greiddar úr félaginu eftir að rekstri þess lauk til annars félags í eigu Jóns upp í um ársgamla reikninga. Á meðan sat fjöldi annarra kröfuhafa, þar á meðal starfsfólk, eftir með ógreiddar kröfur. Í slíkum tilfellum gera gjaldþrotaskiptalögin ráð fyrir því að skiptastjóra beri að rifta slíkum greiðslum og krefjast þá endurgreiðslu þeirra úr hendi þess félags sem tók við greiðslunum,“ nefnir Arnar Þór. Verslun Kosts í Kópavogi var lokað 12. desember síðastliðinn eftir ríflega átta ára rekstur.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Verslunin Kostur lokar Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar. 1. desember 2017 17:14
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00