Málefni heimilislausra í Reykjavík Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir og Garðar S. Ottesen og Júlíus Þórðarson skrifa 12. júlí 2018 07:00 Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Tengdar fréttir Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess?
Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun