Málefni heimilislausra í Reykjavík Sigurlaug Guðný Ingólfsdóttir og Garðar S. Ottesen og Júlíus Þórðarson skrifa 12. júlí 2018 07:00 Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Félagsmál Tengdar fréttir Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til borgarstjórans í Reykjavík og Umboðsmanns Alþingis. Síðastliðinn vetur talaði borgarstjórinn um að vandi heimilislausra væri orðinn að samfélagsvanda. Að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni og að allir þurfi að leggjast á eitt til þess að leysa þennan vanda. Umboðsmaður Alþingis er að eigin frumkvæði að athuga húsnæðisvanda utangarðsfólks og hefur sent sveitarfélögum landsins erindi og óskað svara. Hvað þýðir sú ranghugmynd að heimilisleysi sé risastórt samfélagslegt verkefni? Hverjir eru heimilislausir – eingöngu utangarðsfólk? Júlíus ÞórðarsonHverjir eru utangarðs? Í lögum stendur: „Húsnæðislaus er sá sem ekki hefur aðgang að hefðbundnu húsnæði, hann hefur ekki húsaskjól að staðaldri á sama stað og gistir þar sem kostur er hverja nótt, þar með talið í gistiskýli, á gistiheimili eða inni á öðru fólki. Þeir sem koma úr tímabundnu húsaskjóli, svo sem úr fangelsi eða úr vímuefnameðferð, eiga sögu um margháttaða húsnæðis- og félagslega erfiðleika og eiga ekki tryggt húsaskjól einum til tveimur mánuðum áður en þeir fara úr hinu tímabundna húsnæði, eru taldir hér með.“ Hvaða verkefni getur fólkið í landinu unnið úti í samfélaginu og hverjir eiga að vinna það verkefni? Eiga þeir sem eru ekki heimilislausir að aðstoða heimilislausa til að eignast heimili? Hvernig? Eiga heimilislausir sjálfir að útvega sér húsnæði peningalausir, utangarðs, með fíknivanda, í fangelsi, með langa áfallasögu og alls konar annan vanda? Hvernig? Til hvers er velferðarkerfið? Til hvers er félagslega kerfið? Til hvers starfa ótal einstaklingar á fullum launum og ýmsum fríðindum hjá borginni sem eiga að þjónusta heimilislausa? Á nú almenningur að starfa líka að sama málefni án launa, án tengsla við heimilislausa, án þekkingar á vanda þeirra, án fagþekkingar og meðferðarþekkingar? Af hverju beinir borgarstjórinn ekki sínum áhrifum og skyldu að þeim starfsmönnum sem ráðnir eru og sem er gert hátt undir höfði vegna þekkingar og menntunar sinnar til að aðstoða og þjónusta heimilislausa?Garðar S. Ottesen, stjórn KærleikssamtakannaAf hverju beinir Umboðsmaður Alþingis ekki áhrifum sínum og skyldu að borgarstjóranum og sveitarfélögum landsins með þeim tilmælum að taka á heimilisvanda í landinu? Af hverju er Umboðsmaður Alþingis ekki með skýra mynd á hvaða hóp einstaklinga hann á við í athugun sinni? Á hann við rónana á Austurvelli, á hann við ungt fólk sem býr heima og getur ekki stofnað eigið heimili og þá sérstaklega þá sem foreldrarnir henda út á götu, á hann við einstæða foreldra og hjón sem ná ekki endum saman og geta ekki búið börnum sínum eðlilegt heimili, á hann við þá sem lenda í slysum og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við þá sem veikjast og missa vinnu og húsnæði sitt, á hann við einstaklingana í Laugardalnum, á hann við einstaklingana í Víðinesi, á hann við einstaklingana sem koma á kaffistofu Samhjálpar og nýta sér víðtækari þjónustu þeirra og annara meðferðarstofnana? Hverjir eru utangarðs og hverjir eru heimilislausir? Merkilegt orðalag „freistnivandi“ hjá borgarstjóranum í viðtali sl. vetur. Eru alþingismenn ekki sífellt að freistast til að borga sér hærri laun og þar með viðhalda þeirri fátækt sem komin er á og skapa enn meiri fátækt? Ef ríkið myndi fara eftir lagagreinum þeim sem Umboðsmaður Alþingis nefnir í bréfi sínu til sveitarfélaganna um lagalega skyldu þeirra til að sjá til þess að einstaklingar og fjölskyldur lendi ekki í þeirri stöðu að verða heimilislaus – þá væru einstaklingarnir í samfélaginu ekki með þennan umrædda freistnivanda! Af hverju eru fjölskyldur einstaklinga sem lenda í kerfisvandanum örvæntingarfullar að mati borgarstjórans? Getur það verið af því að fólki í sjálfsvígshugleiðingum er vísað frá geðdeildinni? Kannski af því að of fá varanleg úrræði bíða einstaklinga sem afplána og að þeim hefur ekki verið hjálpað að takast á við upprunalegan vanda sinn? Eða kannski af því að barnavernd er eingöngu með úrræði ef skólakerfið tilkynnir foreldra en ekki öfugt? Hvort eru einstaklingar sem eru í húsnæðisvanda á verri stað eða sá sem hefur valdið til að leysa húsnæðisvanda þeirra og er lagalega skyldugur til þess?
Segir almennan og viðvarandi vanda hjá Reykjavíkurborg vegna húsnæðismála utangarðsfólks Þetta er niðurstaða frumkvæðisathugunar sem Umboðsmaður Alþingis lagði í vegna kvartana og ábendinga 11. júlí 2018 13:20
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar