Lestrargaldur allt árið Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 26. júlí 2018 07:00 Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú er farið að síga á seinni hluta sumarleyfa nemenda um allt land og ekki seinna vænna að taka sér bók í hönd og hita sig dálítið upp fyrir haustið. Líklegt er að yfir 90% grunnskólanema landsins fari í lesfimipróf í september og þá er gott að vera búinn að æfa sig vel áður en skólinn byrjar því lestrarfærnin, eins og annað sem ekki er þjálfað reglulega, dalar ef lítið eða ekkert er lesið. Ef ekkert hefur verið lesið í þrjá mánuði má reikna með afturför sem því nemur og því eru sumir nemendur ekki búnir að ná fyrri færni aftur fyrr en í nóvember. Fæstir verða glaðir með það að sýna lakari árangur að hausti en að vori svo það er um að gera að spýta í lófana, drífa sig á bókasafnið eða dusta rykið af bókinni sem liggur undir rúmi og byrjað var að lesa. Gott er að lesa í korter á dag og þar sem það eru 96 korter í einum sólarhring verða vonandi fæstir í vandræðum með að finna sér tíma til að lesa. Einnig er gott að lesa fyrstu eða síðustu blaðsíðuna upphátt tvisvar fyrir sjálfan sig á meðan verið er að komast í gang en annars getur hver og einn þjálfað sig eins og honum eða henni líkar best. Lykilatriðið er að lesa og þá er líklegt að allir verði sáttir við frammistöðu sína á lesfimiprófinu í haust. Góð frammistaða á lesfimiprófum ætti þó ekki að vera eina ástæðan fyrir sumarlestri eða lestri allan ársins hring því reglulegur lestur hefur marga kosti í för með sér. Þeir sem eru duglegir að lesa hafa betri málþroska, þeir eru flinkari málnotendur þar sem þeir hafa meiri orðaforða og betri lesskilning en þeir sem lesa lítið eða ekkert. Duglegir lesarar þekkja ritmálið einnig vel og eru því oftast betri í ritun, stafsetningu og málfræði en þeir sem lesa sjaldan. Og þar sem stór hluti náms fer fram í gegnum tungumálið skiptir miklu máli að kunna það vel. Orð eru nefnilega verkfæri hugsunarinnar og sá sem á vel búna verkfærakistu getur byggt flóknari hluti og leyst fjölbreyttari verkefni en sá sem á bara hamar. Svo má ekki gleyma galdri ritmálsins þar sem heimur höfundarins og heimur lesarans mætast. Þar verður til nokkurs konar samtal á forsendum beggja og þegar vel tekst til flytur textinn lesarann á slóðir sem hann þekkir ekki, hann öðlast hlutdeild í reynslu annarra og umburðarlyndi, samhygð og sannleika í veganesti sem endist út lífið. Kostir lestrar eru því óteljandi og því er um að gera að finna nú heppilegt korter til að taka sér bók í hönd!Höfundur er sérfræðingur í læsi hjá Menntamálastofnun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar