Falleinkunn Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:00 Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar