Falleinkunn Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2018 10:00 Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Boðað var til aukafundar í borgarráði vegna bágrar stöðu heimilislausra í borginni í gær. Það var minnihlutinn sem fór fram á fundinn í síðustu viku og talaði um mikla neyð í þessum efnum. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varð við þessari ósk minnihlutans og deildi raunar áhyggjum af stöðunni í viðtali í Fréttablaðinu á dögunum. „Við þurfum bara að gera meira og gera betur,“ sagði Þórdís Lóa. Líkt og fram hefur komið gaf umboðsmaður Alþingis Reykjavíkurborg falleinkunn í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks, en hópurinn hefur tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þar segir að viðvarandi vandi ríki í húsnæðismálum utangarðsfólks, en um 350 úr þeim hópi eru heimilislausir. Hluti vandans felist í því að fólk leiti í borgina úr öðrum sveitarfélögum, vegna skorts á úrræðum þar. Þetta er alþekkt. Í borgum úti í heimi er hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli. Þetta er vandi borga. Í stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks frá árinu 2014 er vísað í rannsókn sem segir að helstu ástæður heimilisleysis megi rekja til áfengis- og vímuefnavanda, eða um 62 prósent. Aðrir þættir sem tilgreindir voru sem orsök heimilisleysis voru geðræn vandamál eða um 31,3 prósent. Utangarðsfólk samanstendur að stærstum hluta af fólki með áfengis- og vímuefnavanda og geðfötlun og hins vegar einstaklingum með geðraskanir sem rekja má til neyslu vímuefna. Formaður borgarráðs sagðist í sama viðtali líta á álitið sem gott veganesti inn í þá miklu vinnu sem fram undan væri í því að vinna á húsnæðisvanda utangarðsfólks. Hér virðist nýkjörinn borgarfulltrúi horfast í augu við vandann og ætla að gera betur, líkt og okkur ber að gera. Vonandi stendur hún við stóru orðin. Það sama verður hins vegar ekki sagt um viðbrögð formanns velferðarráðs, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, sem einnig á sæti í borgarráði og fór í viðtal á Rás 2 í gærmorgun til þess að ræða málið. „Þetta eru ekki nýjar tölur, þetta eru tölur frá 2017. Þetta er því ekki eitthvað sem við þurfum að bregðast við í þessari viku.“ Hún bætti svo við í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekkert sérstakt neyðarástand ríkti í málaflokknum núna. Það er sérkennilegt viðhorf að líta svo á að þar sem vandinn sé ekki glænýr sé á einhvern hátt minna tilefni til að bregðast við. Veturinn er húsnæðislausum þyngsti árstíminn. Af þeim sökum þarf einmitt að bregðast við nákvæmlega núna. Áður en byrjar að hausta. Vonum að þeim tillögum um úrbætur af fundi borgarráðs í gær, frá minnihluta og meirihluta, sem vísað var inn í velferðarráð til afgreiðslu verði ekki frestað of lengi. Að fundurinn hafi breytt einhverju, þótt velferðarráðsformaðurinn hafi ekki endilega verið á því að breytinga væri þörf.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun