Ekkert vitað um afdrif særða selsins með plasthringinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2018 12:07 Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ekkert er vitað um afdrif selsins sem til stóð að aflífa skömmu fyrir helgi. Tilkynnt var um selinn í Jökulsárlóni á fimmtudag þar sem hann hafði flækst í plasthring. Samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis var í kjölfarið tekin ákvörðun um að aflífa dýrið.Sjá einnig: Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Samkvæmt dýravelferðarlögum ber þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært eða bjargarlaust að öðru leyti að veita því umönnun eftir föngum, að því er fram kemur í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Sé umráðamaður ekki til staðar skal tilkynna atvikið til lögreglu sem kallar til dýralækni meti hún það svo að ástæða sé til. Eftir þessu var farið í tilfelli selsins í Jökulsárlóni. „Í þessu tilfelli hringdi lögregla og óskaði eftir ráðum dýralæknis hjá Matvælastofnun um miðjan dag fimmtudaginn 30. ágúst. Lögreglan upplýsti dýralækninn að dýrið væri sært, fast í neti, með lítil lífsmörk og óaðgengilegt. Út frá þessum upplýsingum ráðlagði dýralæknir Matvælastofnunar að dýrið yrði aflífað,“ segir í svari Matvælastofnunar. Að kvöldi fimmtudags fór starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs að selnum en þá var hann ekki lengur þar sem hann hafði sést fyrr um daginn. Matvælastofnun hefur eftir starfsmanninum í morgun að selsins hafi ekki orðið vart frá því á fimmtudaginn. Þá er ekki vitað um afdrif hans. Tekið er fram í svari Matvælastofnunar að stofnunin fyrirskipi ekki aflífun á selum. Samkvæmt lögunum liggur ábyrgðin hjá sveitarfélögum í slíkum tilvikum, þ.e. þegar kemur að villtum dýrum í neyð. Dýr Tengdar fréttir Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og hefur verið tekin ákvörðun um að aflífa hann. 1. september 2018 12:30 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Ekkert er vitað um afdrif selsins sem til stóð að aflífa skömmu fyrir helgi. Tilkynnt var um selinn í Jökulsárlóni á fimmtudag þar sem hann hafði flækst í plasthring. Samkvæmt ráðum héraðsdýralæknis var í kjölfarið tekin ákvörðun um að aflífa dýrið.Sjá einnig: Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Samkvæmt dýravelferðarlögum ber þeim sem verður var við eða má ætla að dýr sé sjúkt, sært eða bjargarlaust að öðru leyti að veita því umönnun eftir föngum, að því er fram kemur í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn fréttastofu vegna málsins. Sé umráðamaður ekki til staðar skal tilkynna atvikið til lögreglu sem kallar til dýralækni meti hún það svo að ástæða sé til. Eftir þessu var farið í tilfelli selsins í Jökulsárlóni. „Í þessu tilfelli hringdi lögregla og óskaði eftir ráðum dýralæknis hjá Matvælastofnun um miðjan dag fimmtudaginn 30. ágúst. Lögreglan upplýsti dýralækninn að dýrið væri sært, fast í neti, með lítil lífsmörk og óaðgengilegt. Út frá þessum upplýsingum ráðlagði dýralæknir Matvælastofnunar að dýrið yrði aflífað,“ segir í svari Matvælastofnunar. Að kvöldi fimmtudags fór starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs að selnum en þá var hann ekki lengur þar sem hann hafði sést fyrr um daginn. Matvælastofnun hefur eftir starfsmanninum í morgun að selsins hafi ekki orðið vart frá því á fimmtudaginn. Þá er ekki vitað um afdrif hans. Tekið er fram í svari Matvælastofnunar að stofnunin fyrirskipi ekki aflífun á selum. Samkvæmt lögunum liggur ábyrgðin hjá sveitarfélögum í slíkum tilvikum, þ.e. þegar kemur að villtum dýrum í neyð.
Dýr Tengdar fréttir Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og hefur verið tekin ákvörðun um að aflífa hann. 1. september 2018 12:30 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Harmar að aflífa þurfi selinn með plasthringinn Til selsins sást er hann flatmagaði á ísjaka í lóninu í liðinni viku. Selurinn reyndist vera með plastnet fast um hálsinn og hefur verið tekin ákvörðun um að aflífa hann. 1. september 2018 12:30