Dularfulla minkagildruhvarfið Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2018 09:00 Minkagildrurnar sem um ræðir eru meðal annars af þessari tegund. Þær eru faldar, vel festar og ljóst að það þarf að hafa talsvert fyrir því að stela þeim. Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar. Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira
Níu minkagildrum hefur verið stolið úr Skorradalnum að undanförnu. K. Hulda Guðmundsdóttir og hennar fólk sem búsett eru að Fitjum skilja ekkert hvernig í ósköpunum þetta má vera og klóra sér í kollinum.Ljóst að þarna fer einhver sem þekkir til „Kunningi okkar hefur um nokkurra missera skeið verið með minkagildrur á vel völdum stöðum hér á Fitjum, enda veitir ekki af að reyna að fækka varginum sem veður uppi. Ítrekað hafa gildrurnar horfið og hleypur tjónið á tugum þúsunda. Greinilegt er að þetta gerist af mannavöldum og höfum við brugðið á það ráð að setja upp eftirlitsmyndavélar. Það er frekar ömurlegt að þurfa að verjast með þessu móti.“ Hulda segir málið óupplýst en telur fyrirliggjandi að þarna fari um kunnáttumaður því það þarf að þekkja vel til ef menn vilja finna gildrurnar sem eru á sérvöldum stöðum, vandfundnar og vel festar. „Við getum ekki sett neitt slíkt fram,“ segir Hulda spurð hvort einhver liggi undir grun. Þetta er hið dularfyllsta og furðulegasta mál. Hún segir að ekkert liggi fyrir um hvað rekur menn til að stela gildrunum, hvort þarna geti verið dýravinir á ferð?< Hugsanlega á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum „Það eru til allskonar náttúruvinir. Gaman væri ef þjófurinn gæfi sig fram og þá sem slíkur. Minkurinn á sér engan óvin í náttúrunni og mannskepnan er að reyna að vinna á honum. Minkurinn vinnur ofboðslegt tjón í fuglavarpi hjá okkur,“ segir Hulda og er þá að tala um mófugla. Hún segir að ekki sé gaman að koma að þar sem minkurinn hefur látið til sín taka. Og vert sé að reyna að halda þessum vargi í skefjum. Hulda telur að hugsanlega séu þau á gráu svæði gagnvart persónuverndarlögum með því að koma fyrir myndavélum, en einhver ráð verði fólk að hafa til að verja eigur sínar.
Dýr Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Sjá meira