Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2018 21:00 Ingibjörg Sólrún, fyrrverandi borgarstjóri, segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún. Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, furðar sig á hinni hatrömu umræðu um „braggamálið“ svokallað. Hún skrifar stuttan pistil um málið á Facebooksíðu sína nú undir kvöld. „Ég verð að játa að ég er talsvert hugsi yfir umræðunni á net- og samfélagsmiðlum um „braggamálið“ s.k og stöðu Dags B. Eggertssonar. Það er augljóst að eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis við endurbyggingu braggans og ég er viss um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á eftir að skila skýrslu sem varpar ljósi á málið,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.Mikil óþreyja að koma höggi á Dag Hún segir jafnframt að það verði næg tækifæri til að ræða ábyrgð allra þeirra sem að málinu komu, líka borgarstjóra.En eins og oft áður virðist meiri áhugi á því að skjóta fyrst og spyrja svo. Ákveðnir einstaklingar eru haldnir mikilli óþreyju að koma höggi á Dag B. Eggertsson og geta hreinlega ekki af sér borið meðan hann er í veikindaleyfi. Ingibjörg Sólrún þekkir það vel af eigin raun að þurfa að hverfa frá miklu ati af vettvangi stjórnmálanna vegna veikinda, þá er hún gegndi embætti utanríkisráðherra og var formaður Samfylkingarinnar. Hún segir það svo og því miður að lausatök við endurbygging braggans skuli varpa skugga á þessa annars ágætu framkvæmd. Skilningsleysi Sjálfstæðismanna á mikilvægi menningarminja „Braggar settu svip sinn á Reykavík um langt árabil og voru lengi búsetuúrræði fátæks fólks,“ segir Ingibjörg Sólrún og bendir á að því miður hafi enginn íbúðabraggi varðveist í Reykjavík og ... „ástæða til að rifja það upp að ég flutti um það tillögu í borgarstjórn einhvern tímann á níunda áratug síðustu aldar (!) að reynt yrði að varðveita einsog einn íbúðabragga og var ég þá helst með Laugarnesið í huga. Þá var enginn skilningur á varðveislu húsa hjá Sjálfstæðismeirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur og því fór sem fór; síðustu íbúðabraggarnir fuku með Fjalarkettinum í Aðalstræti, SS húsinu, Eimskipafélags skemmunni og Völundarhúsinu við Skúlagötu og fleiri fallegum húsum.“ Ingibjörg Sólrún segir braggann við Nauthólsvík eiga fyllilega rétt á sér sem menningarminjar en einhvers staðar hafa menn farið offari í endurbyggingunni. „Það er miður,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Braggamálið Tengdar fréttir „Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Þetta er ljótt. Þetta er ógeðslegt“ Mikil heift á báða bóga vegna veikinda Dags og braggamálsins. 17. október 2018 23:00
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30